Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 33
Þýddar barnabtekur aldrinum 7-14 ára. Fjöldinn er frá tveimur upp í fimm. Hver einstaklingur innan hópsins hefur sína sérstöku eiginleika og hlutverk hans í hópnum markast af þeim, þannig að hópurinn sem heild er búinn öllum nauðsyn- legum hæfileikum til að leysa málið. Njósnaþrenningin er ágætt dæmi um þetta: Júpíter Jones er þekktur fyrir undraverða skarpskyggni og ályktunarhæfni, Pete Crenshaw er þeirra stærstur og sterkastur og því ekkert lamb að leika sér við, ef í brýnu slær. Bob er ákaflega duglegur og iðinn námsmaður og sér hann um að afla gagna við undirbúning mála og vinna úr þessum gögn- Venjulega er einn ótvíræður foringi hópsins. Hann er oftast íþróttamanns- lega vaxinn og hefur góða skipulagshæfileika. Prófessorstýpan kemur líka víða fyrir. Sá er gjarnan feitur og gefinn fyrir góðan mat, en lætur Iítið til sín taka á íþróttasviðinu. Hann er stundum eins og talandi orðabók. Oft er einn kraftakarl í hópnum. Til hans kasta kemur þegar handsama þarf þrjótana. Hópurinn er ætíð mjög samheldinn og krakkarnir virðast þekkja hvert annað vel. Þau geta sér oft til um hugsanir hvers annars. Þó krakkar af báðum kynjum séu saman í hópi, er ekkert annað samband milli þeirra en vinátta og sameiginlegur áhugi á sakamálum. Unglingaástir og kynlíf eru aldrei nefnd á nafn, þótt eðlilegt væri að slíkt bæri á góma ef mið er tekið af aldri margra söguhetja. Oft leysa höfundar þennan vanda með því að láta krakkana vera náskylda eins og í bókum Enid Blyton. Það er athyglisvert í þessum flokki hve krakkarnir eru sjálfstæðir. Þeir þurfa yfirleitt ekki að leita hjálpar hjá fullorðnu fólki eða beygja sig undir vald þess. Víða gætir ósamræmis í þessu efni. Um leið og þeir eru óhræddir við að mæta og takast á við „stórhættulega glæpamenn" og segja lögregl- unni fyrir verkum eru þeir þæg og góð börn inni á heimilunum, hlýðnir foreldrum sínum og viðurkenna fyllilega vald þeirra. Til þess að gera sjálf- stæði krakkanna trúverðugra eru flestar bókanna látnar gerast í leyfum fjarri heimilum og skóla, þar sem börnin dvelja hjá skyldfólki sínu. Hugmyndir söguhetja um rétt og rangt eru mjög ákveðnar. Þau eru tor- tryggin gagnvart öllu fólki sem lítur öðru vísi út en þau og finna oft á sér án minnsta tilefnis hverjir eru glæpamenn og hverjir ekki. Algengar eru setningar eins og: „Ekki geðjast mér að svipnum" er þau hitta þann í fyrsta sinn sem þau eiga síðar eftir að uppgötva að er glæpamaður. 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.