Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 35
Þýddar barnabcekur
Það sem stingur mjög í augun við lestur Nancýbókanna er hin mikla
fyrirlitning sem þar kemur fram á lágstéttum. Þessi fyrirlitning beinist sér-
staklega að þjónusmfólki. Það er talið bæði fávíst og heimskt; til dæmis
er sagt um þjónustustúlku heima hjá Nancý: „Effíe, mjög fús en fremur
heimsk stúlka, sem hjálpaði þeim oft við hreingerningar.. ,“13 Það fólk
sem Nancý umgengst er afmr á móti bæði fallegt, gáfað og listrænt. í
samræðum þess og Nancýar berst talið yfirleitt að tónlist, málaralist eða
öðru slíku.
I þessum bókum er aðeins tæpt á því að söguhetjur séu farnar að veita
jafnöldrum sínum af hinu kyninu áhuga. Frá því er sagt í stutmm setn-
ingum eins og: „Jóa leist vel á Lólu ... en Frank renndi hýru auga til
Köllu vinkonu hennar.“14 Þær Kalla og Lóla eru þó alltaf fjarri góðu
gamni þegar eitthvað spennandi er að gerast.
Algengustu sakamálin hér eru þjófnaðir. Njósnamál af ýmsu tagi og
mannrán koma einnig oft fyrir. I þessum flokki grípa afbrotamennirnir
oft til vopna þegar til átaka kemur milli þeirra og söguhetja, en söguhetjur
sleppa alltaf án umtalsverðra meiðsla.
Útverðir vestrcennar menningar
í þriðja flokki eru bækurnar um Christopher Cool og Bob Moran, Hawaii-
fimm-núll o. fl. Söguhetjurnar eru um tvítugt eða ennþá eldri. Þær eru
einhleypar og eiga enga ættingja að því er virðist. Flestar eru yfirmenn í
lögreglunni. Steve (Hawaii-fimm-núll) er yfirmaður í bandarísku alríkis-
lögreglunni, Bob Moran er foringi í frönsku lögreglunni og Chris Cool er
á snærum CIA. Allar eru þessar hetjur meistarar í vopnameðferð. Þær bera
vopn og beita þeim óspart, en lítil virðing er borin fyrir mannslífum,
einkum ef „óæðri kynþættir“ eiga í hlut. Sem dæmi má nefna þegar Bob
Moran og félagar voru „... reiðubúnir að skjóta á hverja mannsmynd,
sem sýndi sig.“15
I mörgum bókanna er farið víða um heim. Söguhetjur eiga í höggi við
hættulegan og slóttugan andstæðing sem gerir allt til að ryðja þeim úr
vegi. Ovinirnir eru margir á vegum Rússa eða Kínverja sem ógna heims-
friðnum. Stundum er sett samsemmerki milli kommúnista og glæpamanns.
Aðalandstæðingur Bob Moran er guli skugginn, Ming, mongólsk kynjavera
sem ekkert vinnur á og stefnir að því að útrýma vestrænni menningu og
11 TMM
161