Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 35
Þýddar barnabcekur Það sem stingur mjög í augun við lestur Nancýbókanna er hin mikla fyrirlitning sem þar kemur fram á lágstéttum. Þessi fyrirlitning beinist sér- staklega að þjónusmfólki. Það er talið bæði fávíst og heimskt; til dæmis er sagt um þjónustustúlku heima hjá Nancý: „Effíe, mjög fús en fremur heimsk stúlka, sem hjálpaði þeim oft við hreingerningar.. ,“13 Það fólk sem Nancý umgengst er afmr á móti bæði fallegt, gáfað og listrænt. í samræðum þess og Nancýar berst talið yfirleitt að tónlist, málaralist eða öðru slíku. I þessum bókum er aðeins tæpt á því að söguhetjur séu farnar að veita jafnöldrum sínum af hinu kyninu áhuga. Frá því er sagt í stutmm setn- ingum eins og: „Jóa leist vel á Lólu ... en Frank renndi hýru auga til Köllu vinkonu hennar.“14 Þær Kalla og Lóla eru þó alltaf fjarri góðu gamni þegar eitthvað spennandi er að gerast. Algengustu sakamálin hér eru þjófnaðir. Njósnamál af ýmsu tagi og mannrán koma einnig oft fyrir. I þessum flokki grípa afbrotamennirnir oft til vopna þegar til átaka kemur milli þeirra og söguhetja, en söguhetjur sleppa alltaf án umtalsverðra meiðsla. Útverðir vestrcennar menningar í þriðja flokki eru bækurnar um Christopher Cool og Bob Moran, Hawaii- fimm-núll o. fl. Söguhetjurnar eru um tvítugt eða ennþá eldri. Þær eru einhleypar og eiga enga ættingja að því er virðist. Flestar eru yfirmenn í lögreglunni. Steve (Hawaii-fimm-núll) er yfirmaður í bandarísku alríkis- lögreglunni, Bob Moran er foringi í frönsku lögreglunni og Chris Cool er á snærum CIA. Allar eru þessar hetjur meistarar í vopnameðferð. Þær bera vopn og beita þeim óspart, en lítil virðing er borin fyrir mannslífum, einkum ef „óæðri kynþættir“ eiga í hlut. Sem dæmi má nefna þegar Bob Moran og félagar voru „... reiðubúnir að skjóta á hverja mannsmynd, sem sýndi sig.“15 I mörgum bókanna er farið víða um heim. Söguhetjur eiga í höggi við hættulegan og slóttugan andstæðing sem gerir allt til að ryðja þeim úr vegi. Ovinirnir eru margir á vegum Rússa eða Kínverja sem ógna heims- friðnum. Stundum er sett samsemmerki milli kommúnista og glæpamanns. Aðalandstæðingur Bob Moran er guli skugginn, Ming, mongólsk kynjavera sem ekkert vinnur á og stefnir að því að útrýma vestrænni menningu og 11 TMM 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.