Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 37
Þýddar barnabcekur mönnum eftir flokkum. í 1. flokki er aðaláherslan á útliti þeirra. Þeir eru ljótir og ófrýnilegir og hafa flestir einkenni á borð við svarta skeggbrodda, hása rödd eða skræka, illskuleg augu o. fl. Þetta á líka að nokkru leyti við um glæpamenn í 2. flokki. I 1. og 2. flokki eru afbrotamennirnir venjulega af sama þjóðerni og aðalpersónurnar. I þeim bókum ógna glæpamenn ekki sjálfri þjóðfélagsgerðinni, þeir eru frekar skemmdarverkamenn innan kerfis- ins, sníkjudýr eins og faðir Jonna kallar þá: „Faðir hans hafði alltaf sagt að það væri skylda hvers þjóðfélagsborgara að berjast gegn sníkjudýrunum - og glæpamenn væru alltaf sníkjudýr."19 I þessari tilvitnun kemur fram sú almenna afstaða til afbrotamanna sem birtist í bókum í þessum flokk- um. Lausn bókanna er að loka afbrotamennina bak við lás og slá, þá er þjóðfélaginu borgið. Af samfélagi hinna löghlýðnu borgara - sem virðast allir aðrir en glæpa- mennirnir — er dregin mjög björt mynd. Einu mein þess eru afbrotamenn og væru þeir ekki, ætti samfélagið að vera fullkomið, samkvæmt bókunum. Það er aldrei vikið að því hvers vegna fólk leiðist út á þessa braut eða hver sé þjóðfélagslegur uppruni afbrotamanna. I bókunum í 3. flokki er óvinurinn orðinn miklu voldugri og jafnframt hættulegri. Eins og áður er sagt er í mörgum bókanna um að ræða útsend- ara stórvelda sem hyggja á heimsyfirráð og ógna hinum vestrænu lýðræðis- þjóðfélögum. Glæpamennirnir eru þar kommúnistar, rússneskir og kín- verskir, skæruliðar o. fl. Hér svífur vofa kommúnismans yfir vötnum, áróð- ur kalda stríðsins ódulbúinn. Ahersla er ekki lengur á útlit glæpamannsins, heldur á innræti hans. I þessum bókum er miklu meira í húfi sem réttlætir dráp á glæpamönnum ef þeir nást ekki með öðru móti. Höfundar virðast þó minnast þess að þeir eru að skrifa fyrir börn, því áhrifin af manndráp- unum eru oft slævð með alls kyns blekkingum. Til dæmis notar Christopher Cool svæfigas í stað skotvopna til þess að gera andstæðinginn óvirkan. Ohugnaðurinn er minni þegar óvinurinn liggur ekki særður í blóði sínu heldur aðeins í dái. Sama blekking liggur að baki þegar látið er líta svo út sem ekki sé verið að drepa manneskjur heldur villimenn eða ófreskjur svo sem dakóítana í bókunum um Bob Moran. Enn einn hópur manna kemur fyrir í hverri bók. Það er lögreglan. Hún gegnir ávallt ábyrgðarmiklu hlutverki. I 1. og 2. flokki vinna unglingarnir með lögreglunni eða þeir kalla hana til hjálpar þegar þeir hafa leyst saka- málið. Almennt leikur mikill ljómi um lögregluna, einkum yfirmenn henn- ar, lögreglustjórana. Þeir eru vingjarnlegir og vinna í þágu fólksins. I 3. 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.