Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 46
Guðbergur Bergsson Ég á bíl Óli er lítill, skolhærður strákur. Hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en bílum. Óli á fimmtán bíla af ýmsum stærðum. Allir bílarnir eru rauðir. Ég bendi Óla á tunglið. Tunglið er í bók. Og ég segi við Óla: Óli, sjáðu, þarna er tunglið. Þetta er bíll, segir Óli. Tunglið er bjart. Það veður í skýjum. Ég hugsa mig um. Ég hugsa um að kannski segi Óli satt. Og ég segi: Já, Óli minn, þetta er bíll. Hann veður í skýjum. Skýin eru snjóskaflar í loftinu. Bíllinn ekur alla nóttina til morguns. Og þegar birtir, þá vaknar sólin. Hún er bíll, segir Óli fagnandi. Nei, segi ég, því ég vil vera fullorðin manneskja. Óli, sólin er sól. Hún getur ekki verið annað. Og sólin er sjóðheit uppi á himninum. Hún er bíll, segir Óli. Sólin er ekki raunverulegur bíll, segi ég. Sólin er sól. Hún er flutningabíll, segir Óli. Það er hún á vissan hátt, viðurkenni ég. Hún er vörubíll, segir Óli glaður. Sólin er kringlótt eins og hjól, segi ég. Og hún ekur öllum sínum gæð- um til jarðarinnar. Sólin ekur hlýjunni úr suðri hingað norður. Hún kemur með vorið. Og geislar hennar flæma burt veturinn og frostið. Hún er sjúkrabíll, segir Óli. Hálfgerður sjúkrabíll, viðurkenni ég. Sólin er betri og stórvirkari en vélskóflan, sem mokar burt snjónum. Hún er duglegri en grafan. Það kæmi aldrei kuldi og bylur, ef sólin væri alltaf hérna með geislana sína. Hún er löggubíll, segir Óli. Já, segi ég. Sólin ver landið okkar á sumrin gegn kulda með geislunum. 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.