Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 47
Ég á bíl
En ekki gegn rigningum, rymur Óli pabbi.
Óli pabbi situr eins og bangsi í rólu. Rólan er í dyrunum á milli stof-
unnar og svefnherbergisins. Óli pabbi sveiflar sér í rólunni. Hann kemur
á fleygiferð með köttinn á hnjánum, og hann kastar honum upp í ljósa-
krónu. Þar hangir svarti kötturinn.
Sólin hverfur að mestu á haustin, segi ég og tek köttinn og læt hann
fram á gang. Þegar sólin fer er næsmm myrkur allan daginn.
Hún er læknabíll, segir Óli.
Sólin læknar allt, líka flugur, segi ég. En sjáðu nú sjóinn.
Óli lítur út um gluggann og horfir á hafið. Hann segir ekkert. Óli horfir
bara áhugalaus á sjóinn. Þá segir mamma:
Guð minn góður. Eg verð svo þreytt í skammdeginu. Og þetta barn
manns segir aldrei neitt annað en það, að allt sé eintómir bílar.
Óli pabbi horfir á Óla, son sinn. Hann segir ekkert. Óli pabbi rólar sér
í makindum. Kannski segir Óli pabbi ekkert, af því að Óli litli heitir í
höfuðið á honum. Líklega er hann líka að hugsa um bíla í rólunni. Svo
hefur Óli pabbi líklega hugsað að lokum, af því að hann segir:
Strákurinn þyrfti að fá rækilegt kvef.
Kvef? hváir mamma. Óli hefur fengið kvef þrisvar í haust. Það er meira
en nóg. Ætli pabbarnir ruglist ekki of mikið, ef þeir hanga alltaf í rólu?
Óli hefur ekki fengið slæmt kvef, segir Óli pabbi. Hann þyrfti að fá
hræðilegt nefkvef, þá hristi hnerrinn kannski bílana úr höfðinu á barninu.
Nei, andmælir mamma. Óli mundi tala um bíla, þótt hann fengi hita-
sótt og óráð.
Samt veit ég um strák, segir Óli pabbi. Barnið var seint til máls. Stráksi
sagði aldrei annað en „það er heitt". Svo fékk piltur hræðilegt kvef, þá
orðinn fimm ára. Og þegar strákur var orðinn góður og kvefið batnað, þá
var hann orðinn altalandi. Börn verða að lenda í vanda, ef þau eiga að
ná þroska.
Mamma horfir gáttuð á Óla pabba. Hún er með galopinn munn og
heldur, að hann sé eitthvað bilaður. Óli pabbi sér undrunina. En hann
rólar sér bara hraðar og rekur tærnar næstum í ljósakrónuna.
Þetta er satt, segir hann. Óli, sonur minn. tleyrðu, þú þarft að fá gasa-
lega vonda pest, kíghóstann. Þá hóstarðu öllum hugsunum um bíla úr
höfðinu, og færð margföldunartöfluna í staðinn.
Óli getur ekki fengið neina barnapest, segir mamma. Núna eru börn
sprautuð gegn öllu. Það er von þau verði fávitar.
173