Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 47
Ég á bíl En ekki gegn rigningum, rymur Óli pabbi. Óli pabbi situr eins og bangsi í rólu. Rólan er í dyrunum á milli stof- unnar og svefnherbergisins. Óli pabbi sveiflar sér í rólunni. Hann kemur á fleygiferð með köttinn á hnjánum, og hann kastar honum upp í ljósa- krónu. Þar hangir svarti kötturinn. Sólin hverfur að mestu á haustin, segi ég og tek köttinn og læt hann fram á gang. Þegar sólin fer er næsmm myrkur allan daginn. Hún er læknabíll, segir Óli. Sólin læknar allt, líka flugur, segi ég. En sjáðu nú sjóinn. Óli lítur út um gluggann og horfir á hafið. Hann segir ekkert. Óli horfir bara áhugalaus á sjóinn. Þá segir mamma: Guð minn góður. Eg verð svo þreytt í skammdeginu. Og þetta barn manns segir aldrei neitt annað en það, að allt sé eintómir bílar. Óli pabbi horfir á Óla, son sinn. Hann segir ekkert. Óli pabbi rólar sér í makindum. Kannski segir Óli pabbi ekkert, af því að Óli litli heitir í höfuðið á honum. Líklega er hann líka að hugsa um bíla í rólunni. Svo hefur Óli pabbi líklega hugsað að lokum, af því að hann segir: Strákurinn þyrfti að fá rækilegt kvef. Kvef? hváir mamma. Óli hefur fengið kvef þrisvar í haust. Það er meira en nóg. Ætli pabbarnir ruglist ekki of mikið, ef þeir hanga alltaf í rólu? Óli hefur ekki fengið slæmt kvef, segir Óli pabbi. Hann þyrfti að fá hræðilegt nefkvef, þá hristi hnerrinn kannski bílana úr höfðinu á barninu. Nei, andmælir mamma. Óli mundi tala um bíla, þótt hann fengi hita- sótt og óráð. Samt veit ég um strák, segir Óli pabbi. Barnið var seint til máls. Stráksi sagði aldrei annað en „það er heitt". Svo fékk piltur hræðilegt kvef, þá orðinn fimm ára. Og þegar strákur var orðinn góður og kvefið batnað, þá var hann orðinn altalandi. Börn verða að lenda í vanda, ef þau eiga að ná þroska. Mamma horfir gáttuð á Óla pabba. Hún er með galopinn munn og heldur, að hann sé eitthvað bilaður. Óli pabbi sér undrunina. En hann rólar sér bara hraðar og rekur tærnar næstum í ljósakrónuna. Þetta er satt, segir hann. Óli, sonur minn. tleyrðu, þú þarft að fá gasa- lega vonda pest, kíghóstann. Þá hóstarðu öllum hugsunum um bíla úr höfðinu, og færð margföldunartöfluna í staðinn. Óli getur ekki fengið neina barnapest, segir mamma. Núna eru börn sprautuð gegn öllu. Það er von þau verði fávitar. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.