Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 57
Frá hlýðni um efa til uppreisnar
sættir heldur reynir að fá lesendur til að efast um viðtekin gildi. Efast um
það til dæmis að foreldrar hafi alltaf rétt til að ráðskast með líf barna
sinna og haldið fram rétti unglinganna til að taka sínar ákvarðanir sjálfir.
Guðjón Sveinsson skrifaði strax 1972 söguna Ort rennur æskublóð, um
drenginn Loga sem veit að stjórnsemi foreldranna hefur þegar eyðilagt
líf bróður hans og vill ekki að eins fari fyrir sér. Hann stingur af til sjós,
og þótt sjómennskan reynist ekki eins mikið grín og hann hélt, er hún
honum leið til frelsis. Hann er sinn eigin herra þegar heim kemur.
Krítískt raunsæi í unglingabókum bar annan ávöxt og ennþá betri í
Búrinu eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur, sögunni um stúlkuna Ilmi sem
sprengir af sér fjötra heimilis og skóla þegar hún finnur að þeir eru að
verða henni helfjötrar. Báðar þessar bækur hafa þá innri spennu sem er
nauðsynleg til að unglingar haldi sér vakandi yfir þeim og gefa þeim líka
meira umhugsunarefni en bækur sem ekkert reynast annað en innantómur
hasar. Af unglingabókum á þessum áratug eru þær hinar einu sem benda
á götuna fram eftir veg, en auk þeirra verður að minna á bækur Péturs
Gunnarssonar um Andra Haraldsson, einkum þó Eg um mig frá mér til
mín (1978), þótt þær séu ekki skrifaðar fyrir unglinga sérstaklega. Þær eru
mikill fengur í umbrotum unglingsáranna.
Fyrsta íslenska barnabókin sem sýndi yngri börnum annan hugsunarhátt
en þau eru vön var lítið kver með handskrifuðum texta og hét Alí flug-
vélaræningi (1973), skrifuð af hópi ungs fólks í Neskaupstað, Magga,
Messí, Pétri og Siggu (og tileinkuð Olgu Guðrúnu). Bókin var sumpart
grín, sumpart háalvara, því hún sýnir lesandanum að það megi sjá „vont“
fólk í góðu Ijósi, það séu tvær hliðar á hverju máli þótt önnur hyllist til
að snúa svo Iengi að manni að maður trúi á hana eina.
Guðrún Helgadóttir tók upp gagnrýna umræðu í seinni bókinni um
tvíburana sína, en hún gengur mun lengra í þessa átt í síðari bókum sínum
tveim, í afahúsi (1976) og Páli Vilhjálmssyni (1977). Hún vekur lesanda
til umhugsunar um ýmis mál, og sýnir að svör hinna fullorðnu eru ekki
einhlít.
Þrjátíu og sex ára gamall maður hálshöggvinn í Frakklandi, las Palli.
Osköp eru að heyra þetta, sagði Aðalbjörg. Hvað ertu að segja barn?
Ný sprengja er komin fram, las Palli. Sprengja þessi eyðir öllu lífi í
ákveðinni fjarlægð, en lætur mannvirki óskemmd, las Palli.
Hvað ertu að lesa þennan óþverra! sagði Aðalbjörg. Börn eiga ekki að
lesa svona lagað.
183