Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 58
Tímarit Máls og menningar
Við erum bara að lesa um allt það, sem fullorðna fólkinu dettur í hug,
Aðalbjörg mín, sagði Palli.
Fullorðna fólkinu? Eg skil ekkert hvað þú ert að segja, Palli minn, sagði
Aðalbjörg.
Þú sagðir áðan, að börnum dytti alls konar vitleysa í hug, eða eitthvað
svoleiðis sagðirðu /.../ Hefurðu nokkurn tíma hugsað um hvað fullorðna
fólkinu dettur margt vitlaust í hug? Og hræðilegt?
Það er von að Palli undrist: „Að hálshöggva bara mann! Svei mér, þetta
eru bilaðir persónuleikar.“ (Páll Vilhjálmsson, bls. 18-19). Eins og sjá má
er þetta óvenjuleg umræða í barnabók og slík dæmi eru mörg í bókum
Guðrúnar. En það gerir nokkurt strik í reikninginn að aðalpersónur þessara
bóka eru býsna ólíkar krökkum eins og þeir ganga og gerast, einkum verð-
ur Páll andlegt ofurmenni í sinni bók og minnir á hetjur reyfaranna stund-
um.
Síðasta bókin handa börnum sem telja má hér er Glatt er í Glaumbæ
eftir Guðjón Sveinsson, nútímasveitasaga af Austurlandi sem stuðlar víða
að óhefðbundnu gildismati og umhugsun:
Um kvöldið segir pabbi við mömmu:
— Ert þú að vinna eftir hádegi á morgun?
Þegar svona er talað, merkir vinna eitthvað sem fólk fær peninga fyrir.
T. d. afgreiða í búð, flaka fisk eða smíða hús kallast vinna. Aftur á móti
að elda mat, þvo upp leirtau eða þvott, held ég kallist ekki vinna.
Þetta hugsar drengurinn Sævar (Glatt er í Glaumbæ, 1978, bls. 34). Hann
veltir fullorðna fólkinu mikið fyrir sér enda lifir hann ekki neinu sérstöku
barnalífi. Hann er gjaldgengur verkamaður á sínu heimili og þar eru skoð-
anir hans líka gjaldgengar. Hann sýnir lesendum glögglega hvaða stöðu
börn eigi rétt á að hafa í lífi sínu.
Raunsæilegar barnasögur skiptast því í tvennt eftir þessu að dæma: þær
sem beinast að því að sætta börn við það sem að þeim er rétt og þær sem
hvetja til umhugsunar og andstöðu, benda á að það eru fleiri hliðar en ein
á málum og fleiri en ein leið út úr vandanum. Þessi síðari gerð á mun
girnilegri framtíð fyrir sér en sú fyrri, sem mér virðist vera að einangrast
í blindgötu. Þær vilja takmarkast við einstök vandamál sem þarf að sætt-
ast á, verða bækur til að nota en ekki njóta. Og margar þeirra ganga of
langt í því að predika hlýðni. Hastarlegasta dæmi þess er sagan Tóta tíkar-
speni eftir Þóri S. Guðbergsson, gefin út 1978 en tileinkuð barnaárinu
184