Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 73
Fjölþjóðlegt samprent Það gefur auga leið að þegar grænlensk börn eru mötuð á sögum um hjól- reiðaferðir um danska beykiskóga, þá er ekki við því að búast að slíkt sögu- svið veiti mikla stoð í þeirri sjálfsleit sem er eitt alvarlegasta vandamál lítillar þjóðar sem enn stendur á mörkum tveggja gerólíkra menningar- sviða. Sama máli gegnir vitaskuld um Island og íslensk börn. Sögur Stefáns Jónssonar hafa reynst íslenskum börnum ómetanleg stoð til sjálfsskilnings, einmitt vegna þess að þær eiga rætur í íslensku hversdagslífi. Þær lýsa reynslu sem bundin er þroska barnsins í veröld sem barnið þekkir. Þær eru samdar af virðingu fyrir barninu og eru ekki látnar ljúga einföldum og fölskum lausnum. Slíkar sögur eru ekki aðeins gersemar heldur blátt áfram lífsnauðsyn íslenskum börnum. Þess vegna er þróunin í útgáfu barnabóka á Islandi orðin ískyggileg. Enginn má skilja orð mín svo að ég sé að tala gegn því að þýddar bækur séu gefnar út fyrir íslensk börn. En hlutfallið milli þýdds og íslensks er orðið óhugnanlegt, ekki síst vegna þess hve fyrirferðarmikill hlutur hins alþjóðlega samprents er orðinn. Hvað er þá fjölþjóðlegt samprent og hvers vegna er ástæða til að amast svo mjög við því? Fjölþjóðlegt samprent er það nefnt þegar myndskreytt- ar bækur eru prentaðar fyrir margar þjóðir í senn. Dæmi um slíkar barna- bækur sem hér eru á markaði eru bækurnar um Barbapapa, Tinna, Albín, Tuma, Lukku-Láka og svona mætti lengi telja. Oft eru þetta bókaflokkar, en sameiginlegt einkenni er mikil myndskreyting og stuttur texti ef ekki er beinlínis um myndaseríur að ræða. Bækur af þessu tagi verða til með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða bækur sem öðlast hafa miklar vinsældir og eru þýddar á mörg tungumál. Hins vegar eru svo bækur sem frá upphafi eru samdar með hinn fjölþjóðlega markað í huga. Tilgangur samprentunarinnar er að sjálfsögðu fjárhagslegur, að prenta litmyndir eins ódýrt og framast er kostur og bæta svo textanum við í síðustu umferð prentunar. Með þessu móti verða bækurnar ódýrar, og mætti ætla að slíkt væri mikill kostur. En þessu fyrirkomulagi fylgja ýmsir alvarlegir ann- markar sem ekki hafa verið ræddir mikið hér á landi. Vitanlega er ekki hægt að setja allar bækur af þessu tagi undir einn hatt og fordæma þær sem lélegar barnabækur. Engu að síður hefur þetta fyrir- bæri ákveðin einkenni sem ekki verður gengið framhjá. Þær bækur sem verða til með hinn fjölþjóðlega markað í huga eru miklu fremur iðnaðar- vörur en bókmenntir. Þær verða til ekki ósvipað og auglýsing. Leitast er við að afmá sérkenni þjóða og sögusviðið haft óljóst og einkennalítið. 199
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.