Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 76
Tímarit Máls og menningar er hann aðeins þegar best lætur. Þegar verst lætur birtir hann grímulausa mannfyrirlitningu auðhyggjunnar. Það hefur stundum hvarflað að mér hvort þeir íslenskir bókaútgefendur sem hvað harðast ganga fram í trúboði hins alþjóðlega samprents væru ekki í raun að grafa gröf sinni eigin framtíð. Með því að rétta íslenskum börnum teiknimyndaseríur um bófahasar, stjörnustríð og önnur stórtíðindi eru þeir varla að ala upp lesendur. Geta þeir búist við því að þetta fólk kaupi íslenskar bókmenntir þegar það er orðið fullorðið? Eru þeir ekki í rauninni að stuðla að ólæsi og innræta börnum menningarfjandskap? Eða eru þeir kannski að búa sig undir aðra og nýja framtíð? Þá framtíð sem maður kemur auga á víða erlendis þar sem teiknimyndaseríur og hasar- blöð eru aðallestrarefni fullorðins fólks? Eg hef lúmskan grun um að það sem þessir útgefendur græða á börnunum í dag muni þeir tapa á þeim margfaldlega á morgun. Eg held að hinn skjóttekni, fyrirhafnarlitli og skammsýni gróði andartaksins eigi eftir að hefna sín grimmilega. Og sú hefnd kemur ekki aðeins niður á útgefendum. Stundum gerist sú spurning áleitin hvort þeir sem stjórna menningar- málum á Islandi hafi nokkurn tíma hugleitt þátt og þýðingu barnabóka í íslensku menningarlífi. Flestir ættu þó að vita að engir nota bókasöfn í viðlíkum mæli og börn og unglingar. Þau hungrar og þyrstir eftir bókum og lesa þindarlaust. Ef menn halda að allur þessi lestur skilji ekkert eftir, þá er það mesti misskilningur. Hins vegar er það á valdi hinna fullorðnu hvaða lestrarefni börnin eiga kost á. Eg þykist hafa reynt að sýna fram á að þróun barnabókaútgáfu á Islandi stefni í ógöngur. Það má varla seinna vera að spyrna við fótum. Með einhverjum hætti verður að stuðla að hlut- fallslegri fjöldun íslenskra barnabóka. Sú viðleitni snertir bæði höfunda og útgefendur. Sennilega verður að grípa til efnahagsaðgerða af einhverju tagi til að rétta hlut íslenskra barnabóka í samkeppni við fjölþjóðlegt samprent. En fyrst verða menn að gera sér ljósa þá hættu sem hér er á ferðum. Islensk börn eiga rétt á íslenskri menningu eins og aðrir. Islensk börn eiga rétt á því að fyrir þau sé starfað af virðingu og í fullri alvöru. Sú þjóð sem hefur ekki efni á að skapa sæmandi menningu handa börnum sínum hefur ekki cfni á sinni eigin framtíð. 202
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.