Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 85
Hvað er gott og hvað er vont?
tilgang sem þær hafa: að forheimska og sljóvga lágstéttarbörn og raka
saman peningum handa framleiðendum sínum.
Ef við lítum á málin frá þessu sjónarmiði verður marklaust að tala um
góðar og vondar bókmenntir á hefðbundinn hátt. Við verðum að spyrja:
góðar fyrir hvern og slæmar fyrir hvern?
Við búum í stéttskiptu samfélagi, og það sem er gott fyrir valdhafa er
slæmt fyrir fólkið og öfugt.
Kerstin Stjárne hefur bent á að mörgum unglingum finnist allar unglinga-
sögur eins, alltaf sömu vandamálin upp aftur og aftur. Það er töluvert til
í þessu. Okkur verður oft á sú skyssa að við einbeitum okkur að einum
vandamálabút - eiturlyfjum, kynslóðabili, að verða barnshafandi o. s. frv.
- án þess að tengja hann við aðalvandann, samfélagið þar sem fólk er
rænt arðinum af vinnu sinni og þar sem fólk er annaðhvort arðbært eða
einskis virði.
A undanförnum tíu árum hefur tala þeirra unglinga þrefaldast sem
fremja sjálfsmorð hér í Svíþjóð, segir Kerstin. Hún nefndi þetta þegar hún
var að tala um unglingabækur sem bara bera með sér vonleysi. Bækur
skrifaðar af borgaralegu raunsæi - natúralisma - þar sem tilgangurinn er
sá einn að lýsa veruleikanum „eins og hann er“.
Það eru 11-12 ára krakkar sem lesa þessar unglingabækur, þau eru
ekki orðin táningar ennþá. Ef táningar lesa þessar bækur vilja þeir ekki
vera táningar lengur. Gallinn er sá að við bjóðum upp á einstaklings-
lausnir: þau ná saman í lokin. Ástin verður huggunardúsa við atómbomb-
unni.
Sósíaldemókratar í Svíþjóð hafa alltaf litið á menninguna sem spurn-
ingu um dreifingu. Við getum haldið því fram á móti að menningin sé
spurning um framleiðslu - um það hvað framleitt er. Við eigum að skrifa
góðar bækur, en það skiptir kannski ennþá meira máli að vinna að því
að allar bókmenntir séu lesnar í pólitísku samhengi.
Og þá getum við spurt að því aftur hvað við skrifum sjálf. Hver er
kominn til með að segja að bækurnar okkar séu betri en vitundariðnaður-
inn? Er góð unglingabók sem endar vel á einstaklingslausn nokkuð betri
en Allersróman sem endar vel á einstaklingslausn?
Það sem ég á við er þetta - það eru 17 milljónir manna atvinnulausar
á vesturlöndum. Þótt ein manneskja meðal þeirra fái sína heittelskuðu í
lokin þá bendir það ekki á neina Iausn á vanda hinna 17 milljónanna.
211