Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 90
Astrid Lindgren Tu tu tu Fyrir langa löngu, á tímum fátæktarinnar, voru enn úlfar um allt land, og eina nótt drap úlfur allt fé fólksins á bænum Kapela. Allar lagðsíðu ærnar, öll litlu, jarmandi lömbin lágu sundurtætt og blóðug úti í haga þegar Kapelafólkið vaknaði um morguninn. A tímum fátækarinnar var þetta ógurlegasta áfall sem yfir gat dunið. O, hvað fólkið grét og barmaði sér í Kapela, hvað öll sveitin varð hamslaus af reiði í garð úlfsins, þessa villidýrs, þessarar blóðsugu. Karlmennirnir í sveitinni fóru út með byssur og úlfanet; þeir flæmdu hann úr fylgsni sínu og ráku hann í netið. Þar mætti hann dauða sínum, aldrei mundi sá úlfur framar drepa nokkra kind. En það var lítil huggun, féð var jafn dautt fyrir því, og sorgin var mikil í Kapela. Tvö voru þau sem voru sorgmæddari en allir aðrir. Það voru þau afi og Stína María, sá elsti og sú yngsta á Kapelabænum. Þau sátu í sólríkri brekkunni bak við fjárhúsið og grétu. Hvað höfðu þau ekki oft setið þar og horft á féð bíta á enginu rétt hjá, kyrrt og rólegt eins og engir úlfar væru til í heiminum. Sumarlangt höfðu þau setið þar á hverjum degi, afi og Stína María, afi til að verma kalda fætur sína í sólinni, Stína María til að byggja sér bæ milli steinanna og hlusta á afa segja frá því sem aðeins gamalt fólk veit. Þau töluðu um skógardísina sem greiðir hár sitt með gullkambi, um álfana sem maður verður að gæta sín að hleypa ekki of nálægt sér svo að þeir heilli mann ekki til sín, um vatnabúann sem slær hörpu í dimmum ám og tröllin sem leynast í dimmum skógum og um undirheimafólkið sem á heima langt niðri í jörðinni og ekki má nefna með nafni. Um allt þetta töluðu þau afi og Stína María þegar þau sátu bak við fjárhúsið; þau sem eru mjög gömul og þau sem eru alveg ný á jörðinni skilja slíkt betur en aðrir. Stundum fór afi líka með gamla þulu fyrir Stínu Maríu, þulu sem var jafn forn og gamli bærinn í Kapela. 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.