Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 95
Tu tu tu ein kona vék ekki úr vegi. Hún stóð kyrr frammi fyrir Stínu Maríu, grá var hún eins og skuggi, gömul eins og jörð og steinar, og hún tók ljósa fléttu Stínu Maríu milli handa sinna. „Ljósbarn“, tautaði hún, „glókollur, alltaf hef ég óskað mér að eiga barn eins og þig.“ Hún strauk skuggahendi sinni yfir enni Stínu Maríu, og samstundis gleymdi Stína María öllu sem henni hafði áður verið kært. Sól, tungl og stjörnur mundi hún ekki framar, hún gleymdi rómi móður sinnar og nafni föður síns, systkinum sínum, sem hún hafði elskað, og afa sem hafði borið hana í fangi sér, ekkert af þessu mundi hún, allt heima í Kapela var máð út úr endurminningu hennar. Hún vissi það eitt að féð með gullbjöllunum var hennar eign. Og hún rak það aftur á beit inn í rökkurskógana, hún fór með það niður að rökkurvatninu til að gefa því að drekka, og allra minnsta lambið tók hún í fang sér og vaggaði því meðan hún söng: „Svona, litla lambið mitt, veslings litla lamb!“ Því þau orð mundi hún, og þegar hún söng þau fannst henni hún sjálf vera lítið lamb sem rataði ekki heim til sín, og þá vöknaði henni um augu. En hver hún var, það vissi hún ekki. A næturnar svaf hún í hellinum hjá konunni með skuggahöndina og kall- aði hana mömmu. Hún tók féð með sér og það svaf við hliðina á henni, henni þótti gott að heyra bjöllurnar klingja í myrkrinu. Dagar og nætur liðu, mánuðir og ár. Stína María hélt fé sínu á beit í rökkurskógunum, hún raulaði og lét sig dreyma við rökkurvatnið, tíminn leið. Og þögnin grúfði yfir ríki undirheimafólksins. Aldrei heyrði Stína María annað en eigið raul, kliðinn í gullbjöllunum og fuglagarg utan úr sortan- um þegar hún kom með féð niður að vatninu. Svo sat hún þar einu sinni þögul, horfði á lömbin drekka, gáraði vatnið með fingrunum og var ekki að hugsa um neitt. Þá heyrðist allt í einu svo sterkur dynur að öll víðáttan yfir rökkurvatninu lék á reiðiskjálfi, og þessu fylgdi svo sterk rödd að trén svignuðu í rökkurskóginum og yfir ríki undirheimafólksins þrumuðu orð sem voru jafn forn og gamli bærinn í Kapela. Tu tu tu, eins margar ær í dag og í gær, skýli þeim skíðveggur hár. 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.