Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 96
Tímarit Máls og menningar Stína María hrökk upp eins og af svefni. „Já, afi, hér er ég,“ hrópaði hún. Nú mundi hún allt. Mundi afa sinn, mundi róm móður sinnar og nafn föður síns, minntist þess hver hún var og vissi að hún átti heima í Kapela. En hún var hjá undirheimafólkinu, það mundi hún líka. Hún vissi að hún var fangi þar sem hvorki var ljós af tungli né stjörnum. Þá hljóp hún af stað. Ærnar og lömbin fylgdu henni eftir, þau runnu að baki henni eins og grár straumur gegnum rökkurskógana. En undirheimafólkið, sem hafði heyrt drunurnar og röddina, þyrptist nú fram úr hellum og gjótum fjallanna. Þau hvísluðu hamslaus hvert að öðru og augu þeirra voru svört af reiði. Þau horfðu á Stínu Maríu og æstur kliður fór um hópinn, þau bentu á hana og sá grái sem hafði sótt hana upp á yfirborð jarðar kinkaði kolli. „Látum hana sofa í rökkurvatninu,“ tautaði hann. „Verður hvort sem er aldrei friður meðan ætt hennar býr í Kapela. Látum hana sofa í rökkur- vatninu." Og þegar í stað umkringdi undirheimafólkið Stínu Maríu eins og skugg- ar. Og þau gripu hana og báru hana niður að vatninu þar sem þokan grúfði. En konan sem Stína María hafði kallað mömmu rak upp hást óp, og þannig hafði enginn nokkru sinni æpt meðal undirheimafólksins. „Glókollurinn minn“, æpti hún. „Ljósbarnið mitt!“ Hún ruddi hinum frá og vafði skuggahandleggjum sínum utan um Stínu Maríu. Og augu hennar voru svört af reiði þegar hún horfði kring- um sig á undirheimafólkið, rödd hennar var hás þegar hún hrópaði til þeirra: „Eg sjálf svæfi barnið mitt og enginn annar þegar tími er kominn að sofa.“ Hún greip Stínu Maríu í fang sér og bar hana að vatninu, undirheima- fólkið stóð kyrrt og beið. „Komdu, komdu, glókollur minn,“ tautaði hún, „komdu nú að sofa.“ Yfir rökkurvatninu grúfði þokan dimm. Hún vafði hjúp sínum um Stínu Maríu og konuna sem bar hana. En Stína María sá glampa á vatnið undir fótum sínum, þá grét hún ofurlítið og hugsaði: „Svona, litla lambið mitt, Kapela sérð þú aldrei framar.“ En konan sem hún hafði kallað mömmu strauk skuggahendi sinni yfir vanga hennar og hvíslaði: 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.