Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 100
Gerður G. Óskarsdóttir
Tengsl skóla og atvinnulífs
1.0 Hugleiðingar um skólann í samfélaginu.
Ohætt er að fullyrða að þróun skóla hér á landi hefur ekki haldist í hendur
við hina öru þróun þjóðfélagsins. Skólinn stóð í stað áratugum saman, en
á síðustu árum hefur þó orðið breyting þar á; allmikil umræða hefur risið
upp, einkum meðal skólamanna, og athyglisverðum umbótum er verið að
hrinda af stað á mörgum sviðum skólastarfsins.
Skólabyggingarnar hafa fremur verið í takt við tímann en starfið sjálft,
nýju skólahúsin eru ekki síður nýtískuleg en aðrar byggingar sem reistar
eru, þar hefur framþróuninni verið fylgt. En skóli er ekki skólahús, hann
er nemendurnir, starfsliðið og sú vinna sem þessir hópar inna af hendi. Það
starf getur alveg eins farið fram utan veggja skólahússins og innan þess.
1.1. Skólinn er lokuð stofnun.
Skólar okkar eru í harla litlum tengslum við umhverfi sitt. Fram að þessu
hafa þeir verið lokaðar stofnanir. Starfið fer fram innan fjögurra veggja
og fáir utan nemenda og kennara hafa þar nokkra innsýn. Þetta stafar m. a.
af því að áhugi almennings á skólamálum er lítill í landinu og vanrækt
hefur verið af hálfu skólanna að kynna sitt innra starf. Aukinn áhugi á
skólamálum yrði án efa hvatning til bættra vinnubragða. Það ætti að vera
fastur þáttur í uppeldishlutverki allra foreldra að vera í stöðugum tengsl-
um við skólann, fylgjast með starfinu og helst að hafa tækifæri til að hafa
áhrif á ákveðna þætti í stefnu hans og störfum.
Skólarnir þurfa sjálfir að vekja á sér athygli, opna dyr sínar foreldrum
og ráðamönnum og ekki síst færa starf sitt eins og unnt er út fyrir skóla-
húsið og gera sem flesta virka í því uppeldisstarfi sem skólarnir vinna. En
hvernig verður það gert? Lausnin hlýtur að tengjast þeim markmiðum
sem við setjum okkur með skólastarfinu.
226