Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 103
Tengsl skóla og atvinnulifs sem verklegt nám...“. Tengsl skóla og atvinnulífs voru nokkuð til um- ræðu þegar grunnskólalögin voru í mótun, en framkvæmd þeirra tengsla ekki útfærð nánar. Hér kemur til kasta kennara eins og reyndar fram- kvæmd grunnskólalaganna almennt. Mörgum skólamönnum er vel Ijóst að skólastarfið er í allt of ríkum mæli slitið úr tengslum við umheiminn og víða eru menn að gera til- raunir til að rjúfa þessa einangrun. Foreldrafélög hafa verið stofnuð og hlotið ákveðinn sess í skólastarfinu; ýmiss konar námsferðir, þar sem safn- að er efni til að vinna úr í skólanum, færast mjög í vöxt; unnið er í hóp- vinnu að verkefnum og heimildir og upplýsingar sóttar út fyrir skólann; nemendur fara um viku tíma út í atvinnulífið og starfa á ákveðnum vinnu- stað og safna efni o. s. frv. 2.0 Kynning atvinnulífs á vettvangi t Gagnfrœðaskólanum í Neskaupstað. Við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað hefur í þrjú undanfarin ár verið gerð tilraun til þess að losa örlítið um einangrun skólans og tengja hann atvinnulífinu með nokkuð öðrum hætti en áður hefur tíðkast. Er þar með gerð tilraun til að framkvæma þann þátt grunnskólalaganna sem kveður á um tengsl skóla og atvinnulífs. Ætla ég nú að gera grein fyrir fram- kvæmd þessarar tilraunar. 2.1. 9. bekkingar fara út í atvinnnlífið. Skólinn hefur reynt að gera kynningu atvinnulífs að föstum lið í námi 9. bekkinga. Kynningin er skipulögð og stjórnað af skólanum en að sjálf- sögðu í samvinnu við fulltrúa vinnustaðanna. Reynt hefur verið að sporna við þeim viðhorfum að skólanemendur skuli vera varavinnuafl sem grípa megi til þegar mannskap vantar eins og oft hefur tíðkast, einkum í sjávar- plássum úti um landið. Slíkt tengir ekki skóla og atvinnulíf eða breytir annars vegar viðhorfum nemenda til atvinnulífsins og hins vegar viðhorf- um almennings til skóla. Nemendur fá enga heildarsýn yfir fyrirtæki eða stofnun á þann hátt frekar en í sumarvinnunni, hvað þá að þeir geri sér grein fyrir fjárhagslegri og rtjórnunarlegri uppbyggingu atvinnulífsins. 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.