Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 111
fjölda til frelsis landi og þjóð. Hróður Jóhannesar skírara fór sem logi um ak- ur. Undir merki hans vildu ungu upp- reisnarmennirnir fylkja sér. Áróður Jakobs var einstaklega óbrotinn: „Þeir ríku verða rikari með hverjum degi sem líður. Þeir fátæku verða fátækari. Keisarinn í Róm sendir hermenn sína hingað og lætur okkur borga skatta." Jesús er samþykkur öllu, sem bróðir hans segir, og umræðum lýkur með samkomulagi um, að þeim beri að ganga í leynifélag Jóhannesar skírara. Síðan er fylgt þræði frásagnanna í guð- spjöllunum. Jóhannes skírari er hand- tekinn og tekinn af lífi. Þá er félagi Jesús gerður að foringja. Hann hafði margt til síns ágætis sem foringi. Hann var vel að manni að líkamsatgervi, kunni ekki að hræðast, en var rósamur í skapi og grundaði vandlega hvert skref, sem stigið var. Eitt var enn, sem ekki var léttast á metunum: Hann var sérlega vel máli farinn, hann kom best fyrir sig orði, eins og Jakob bróðir hans sagði. Það hefur löngum þótt höfuðprýði for- ingja í félagsmálum. Enn er fylgt meginþræði guðspjalla- frásagnanna. Félagarnir fóru víðs vegar um landið, ýmist um Galíleu, Júdeu og jafnvel Samaríu, og staðarheiti guð- spjallanna koma hvert af öðru: Kaper- naum, Genesaretvatn og Nasaret. Félag- arnir gera skipulögð áróðursáhlaup á ferðum sínum um landið. Hópur erind- rekanna fer sívaxandi, og hugföngnum áheyrendum fjölgar þó enn meir. Lýður- inn er undir það búinn, að mikilla tíð- inda sé að vænta, frelsi þjóðarinnar sé skammt undan og lausn alþýðu af klafa höfðingjanna og hinna auðugu. Hann er áminntur um að vera vakandi og skilja sitt hlutverk, svo að draumar hans megi rætast. Flokkurinn býr sig vopnum og Umsagnir um bœkur stefnir að því að taka Jerúsalem með valdi. I trú á fylgi lýðsins og engla- skara Jahve undirbýr Jesús konunglega innreið í höfuðborgina, og í fögnuði sínum gerir lýðurinn uppþot, svo að höfðingjar þessa heims standa um skeið ráðvilltir og vita ekkert í sinn haus. Byltingaskarinn nær musterinu og um- hverfi þess á sitt vald og hreinsar það af kaupmöngurum og öðru illþýði. En liermenn rómverja tóku brátt við sér og komu næsta dag fylktu liði á vettvang. Þá sló í hinn harðasta bardaga, þar sem uppreisnarmenn lutu í lægra haldi, en forustan komst þó undan á flótta með því að dreifa sér í mannkösina, sem var í uppnámi. En hið erlenda kúgunarvald lét ekki hér við staðar numið. Foringi uppreisnarmanna var alræmdur fyrir að æsa upp lýðinn, og nú einbeitti vald- stjórnin sér að því að ná taki á honum og gera hann óskaðlegan í eitt skipti fyrir öll. Það tókst með hjálp svikara úr hópi hans, og var félagi Jesús tek- inn af lífi með einu því hrottalegasta og andstyggilegasta drápstæki, sem grimmd mannanna hefur fundið upp, áður en til drápstækja fjöldamorðanna kom. Hann var krossfestur. Eftirmáli sögunnar er sá þáttur henn- ar, sem að mínum smekk hefur rýrast listgildi. Það er eins og þar slái fyrir af annarri átt, og veldur það fölskum tóni. Bókin er raunar öll hin læsileg- asta, en ekki stór í sniðum. Það vekur því stórlega furðu, hve miklu fjaðrafoki hún hefur valdið hér á landi. £n það er miklu merkilegra mál en útkoma þessarar Iitlu bókar og því ekki leyfi- Iegt að hnýta athugunum um það stór- brotna fyrirbæri við lítinn ritdóm um litla bók. Gunnar Benediktsson. 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.