Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 119
galli. „Maður hefur bara gott af að
reyna á sig," segir Sigurjón og ekki efa
ég það. Það eru líka ófáir í okkar ágæta
velferðarþjóðfélagi sem búa sér til ýmis
konar erfiði til þess að veita orku sinni
útrás. En þó að erfiði sé kannski hollt
kyrrsetumönnum þá held ég að aukin
kyrrseta væri ekki síður holl fyrir marg-
an erfiðismanninn og það er kannski
áhugaverðara umræðuefni.
Gildi þess erfiðis sem fjölskyldan
leggur á sig er kannski mest fyrir börn-
in. Þetta er frjó og lífræn vinna sem
er fuli af sigrum og ósigrum og þar af
leiðandi líka af sorgum og gleði.
Drengnum finnst það mikilvægt að
koma lambi á spena en stöðutákn fjöl-
skyldunnar skipta hann engu máli. Þátt-
taka hans í því starfi sem unnið er á
bænum fullnægir honum og gerir hann
jafnframt meira og minna ónæman fyrir
öilum þeim menningarsjúkdómum sem
hrjá börn nútímamanna. Þetta starf
byggir líka upp hjá drengnum virðingu
fyrir náttúrunni, - þessu lífræna um-
hverfi sem við byggjum alla okkar til-
vist á. Eg held að bók Guðjóns geti
kennt mönnum sitthvað í því efni.
Eg vil í lck þessa greinarstúfs undir-
strika þá fullyrðingu einu sinni enn að
i bókmenntum er ekkert raunscei til
nema gagnrýnirí raunsœi og það er raun-
scei í skoðunum. Ef einhver treystir sér
til að andmæla því þá skal ekki standa
á mér að gera nánari grein fyrir þessu
máli. Kristján Jóh. Jónsson.
BERJABÍTUR
ejtir Pál H. Jónsson.
Helgafell, Rvík 1978.
Það kemur lítill og skrýtinn fugl
hinumegin af hnettinum, frá Kasmír,
Umsagnir um bcekur
og sest að í Holtinu fyrir norðan, við
hús Afa og Ommu. Veturinn er ný-
kominn. Fuglinum, sem villtist úr laufg-
uðum sumardölum Kasmír, finnst sú
norðlenska vetrarveröld sem hann er
allt í einu staddur í hvorki vera góð
eða skemmtileg. En hér er hann og get-
ur ekki annað. Hann hittir fyrir annan
skrýtinn fugl sem er hreint ekki á sama
máli. Afi er nefnilega viss um að ekki
séu aðrir staðir betri en einmitt Holtið
og umhverfi þess. Meginefni sögunnar
um Berjabít, en svo heitir fuglinn, er
að lýsa togstreitu þessara tveggja sjónar-
miða. Hvernig ókunni fuglinn, sem í
fyrstu hefur ailt á hornum sér, aðlagast
smám saman þessari framandi veröld og
hvernig Afi öðlast skilning á því að
Holtið um vetur er ekki endilega besti
staður í heimi fyrir fugl úr Kasmír.
Þrjár persónur eru í þessari sögu,
Berjabítur, Afi og Amma. Oll eru þau
bráðlifandi, skýrt afmarkaðar og
skemmtilegar persónur. I samskiptum
þeirra verður til sú heillandi veröld sem
sagan lýsir.
Amma kennir í skólanum rétt hjá og
hugsar um heimilið — aðallega Afa. Hún
er ákaflega skilningsrík og umburðar-
lynd og vegna þess að hún skilur Afa
betur en hann sjálfur umber hún smá-
skrýtilegheit hans af brosmildri ástúð og
stríðir honum svolítið öðru hverju.
Vegna þessara eiginleika sinna verður
hún óbeinn sáttasemjari milli Afa og
Berjabíts með því að benda á að fleiri
en ein hlið séu á hverju máli.
Afi er heima og fæst við skriftir.
Hann hefur gert ýmislegt annað eða eins
og segir í sögunni þegar Berjabítur spyr
hann að heiti og hann segist heita Afi:
„Það er eina nafnið, sem ég á eftir. Eg
hét, sko, ýmislegt annað. En ég er Afi.“
(bls. 19) Hann er ekki of heilsuhraustur
245