Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 119
galli. „Maður hefur bara gott af að reyna á sig," segir Sigurjón og ekki efa ég það. Það eru líka ófáir í okkar ágæta velferðarþjóðfélagi sem búa sér til ýmis konar erfiði til þess að veita orku sinni útrás. En þó að erfiði sé kannski hollt kyrrsetumönnum þá held ég að aukin kyrrseta væri ekki síður holl fyrir marg- an erfiðismanninn og það er kannski áhugaverðara umræðuefni. Gildi þess erfiðis sem fjölskyldan leggur á sig er kannski mest fyrir börn- in. Þetta er frjó og lífræn vinna sem er fuli af sigrum og ósigrum og þar af leiðandi líka af sorgum og gleði. Drengnum finnst það mikilvægt að koma lambi á spena en stöðutákn fjöl- skyldunnar skipta hann engu máli. Þátt- taka hans í því starfi sem unnið er á bænum fullnægir honum og gerir hann jafnframt meira og minna ónæman fyrir öilum þeim menningarsjúkdómum sem hrjá börn nútímamanna. Þetta starf byggir líka upp hjá drengnum virðingu fyrir náttúrunni, - þessu lífræna um- hverfi sem við byggjum alla okkar til- vist á. Eg held að bók Guðjóns geti kennt mönnum sitthvað í því efni. Eg vil í lck þessa greinarstúfs undir- strika þá fullyrðingu einu sinni enn að i bókmenntum er ekkert raunscei til nema gagnrýnirí raunsœi og það er raun- scei í skoðunum. Ef einhver treystir sér til að andmæla því þá skal ekki standa á mér að gera nánari grein fyrir þessu máli. Kristján Jóh. Jónsson. BERJABÍTUR ejtir Pál H. Jónsson. Helgafell, Rvík 1978. Það kemur lítill og skrýtinn fugl hinumegin af hnettinum, frá Kasmír, Umsagnir um bcekur og sest að í Holtinu fyrir norðan, við hús Afa og Ommu. Veturinn er ný- kominn. Fuglinum, sem villtist úr laufg- uðum sumardölum Kasmír, finnst sú norðlenska vetrarveröld sem hann er allt í einu staddur í hvorki vera góð eða skemmtileg. En hér er hann og get- ur ekki annað. Hann hittir fyrir annan skrýtinn fugl sem er hreint ekki á sama máli. Afi er nefnilega viss um að ekki séu aðrir staðir betri en einmitt Holtið og umhverfi þess. Meginefni sögunnar um Berjabít, en svo heitir fuglinn, er að lýsa togstreitu þessara tveggja sjónar- miða. Hvernig ókunni fuglinn, sem í fyrstu hefur ailt á hornum sér, aðlagast smám saman þessari framandi veröld og hvernig Afi öðlast skilning á því að Holtið um vetur er ekki endilega besti staður í heimi fyrir fugl úr Kasmír. Þrjár persónur eru í þessari sögu, Berjabítur, Afi og Amma. Oll eru þau bráðlifandi, skýrt afmarkaðar og skemmtilegar persónur. I samskiptum þeirra verður til sú heillandi veröld sem sagan lýsir. Amma kennir í skólanum rétt hjá og hugsar um heimilið — aðallega Afa. Hún er ákaflega skilningsrík og umburðar- lynd og vegna þess að hún skilur Afa betur en hann sjálfur umber hún smá- skrýtilegheit hans af brosmildri ástúð og stríðir honum svolítið öðru hverju. Vegna þessara eiginleika sinna verður hún óbeinn sáttasemjari milli Afa og Berjabíts með því að benda á að fleiri en ein hlið séu á hverju máli. Afi er heima og fæst við skriftir. Hann hefur gert ýmislegt annað eða eins og segir í sögunni þegar Berjabítur spyr hann að heiti og hann segist heita Afi: „Það er eina nafnið, sem ég á eftir. Eg hét, sko, ýmislegt annað. En ég er Afi.“ (bls. 19) Hann er ekki of heilsuhraustur 245
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.