Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar Og það er kynlegt og athyglisvert við nútímann að samtíminn, og þá einnig list hans, er í útliti eins og kentár (eða elgfróður) var í goðsögu grikkja, þó er munurinn sá að kentár nútímans er kona að ofan en karlmaður að neðan. Slík heimsmynd einkennir lok þessarar aldar, og andi hinna svo nefndu kvenna- bókmennta er þess vegna, eins og allt, andi slíks kentárs: andi þeirra er undir niðri að formi sá sami og „drifkraftur karlmannsins“ í sinni árásarhneigð. Einhverra hluta vegna hef ég álitið (og það álit breytist ekki við íhugun), að bókmenntir og mannsandinn séu í kjarna sínum af því kyni sem eru bæði kynin í senn: að mannsandinn og þá listir og bókmenntir séu samkyns í sínu eðli, þótt karlar eða konur skapi, annaðhvort í sameiningu eða hvort kynið fyrir sig. Líkami manna er annaðhvort karl- eða kvenkyns, en andi beggja kynjanna er samkyns. Vegna þessa samkynseðlis mannsandans geta kynin runnið saman, horfið með hugann hvort inn í hugarheim annars og skilið og öðlast það samræmi, sem aldrei verður fullkomið með líkamanum hvernig sem fólk nálgast líkamlega. Líkamir mannanna verða ævinlega aðskildir, en andi þeirra flækist svo hver í öðrum að engin leið er að greina sundur. Flækjan er eitt af dásemdum sköpunarinnar og furðuverk lífsins. Trúlega sprettur af þessu sú skoðun, að manneskjan sé fullkomnari andlega en líkamlega, vegna þess að maðurinn hefur sífellt keppt að samruna, að minnsta kosti fram á tíma vísinda og vélvæðingar,þegar maðurinn fer að hafa meiri áhuga á sundurgreiningu en samruna, og hefur nú skapað þá sundrung og andlega glundroða sem við öll þekkjum, og vitum ekki hvernig hægt er að leysa vanda vísindalegrar sundur- greiningar án þess að andlegt samræmi raskist og sjálfið klofni. Víst er að höfundur sem skrifar, til að mynda skáldsögu sem fjallar bæði um karla og konur, telpur og drengi, dvelur meðan hann semur (skapar) verkið í eins konar samkynsástandi, enda verður hann að gefa persónum sínum eitthvert brot af því sem blundar í honum bæði af karli, konu, pilti og stúlku, þótt hann gefi í raun aðeins sjálfan sig óskiptan, ef vel tekst til, en undir ýmsum nöfnum. Hér verður ekki fjallað um hinar ýmsu aðferðir höfunda við að skapa persónur í verkum sínum. Augljóst er þó að enginn höfundur getur dreift eðli sínu og gjöfum jafnt á allar persónur sögu sinnar, þegar hann er í ástartengslum við þær, meðan á sköpun stendur. Höfundi er eins varið og þeim sem elskar: enginn gefur annað en það sem hann á, nema stolið sé, og gjafmildinni eru takmörk sett, og í listsköpun er dreifingarvandamálið gífurlegt, vegna þess að á sviði lista hefur aldrei fundist öruggt flutninga og dreifingarkerfi, jafnvel ekki þótt fylgt sé formúlum. Ef til vill má til sanns vegar færa að einstök bókmenntaverk séu sökum síns 326
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.