Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 8
Tímarit Máls og menningar verkinu, hafi verið til í það einhver botn. Orðrómurinn segir að lifnaðar- hættir Hasséks væru þannig (eftir að hann loksins hætti að flakka og settist að í Prag) að hann vaknaði dag hvern uppúr hádegi með dúndrandi timbur- menn, færi útá krá og sækti sér í tveggjalítra krús af bjór, færi með krúsina inn til sín, læsti að sér, sypi á bjórnum annað veifið milli þess sem hann söng stanslaust í tvo tíma. Hann var þó einn laglausasti maður sem um getur í gjörvallri Tékkóslóv- akíu fyr og síðar. Þegar hann var þannig búinn að syngja huga sinn tóman greip hann penna og blað og skrifaði hratt og viðstöðulaust niður þær sögur er fossuðu í tóman hugann. A skrifið leit hann síðan aldrei meir, fór með sögurnar í næsta dagblað (þá voru blöðin enn ekki farin sjálf að tileinka sér leyndar- dóma lygasögunnar) og seldi fyrir ölkostnaði kvöldsins og eitthvað framá nóttina. Aldrei hrukku þó ritlaunin fyrir þessum eldsneytiskostnaði skáld- skaparvélarinnar og núorðið mega fræðimenn pæla í því að finna öll þau dulnefni sem Hassék þurfti að nota til að rukkarar kæmust ekki að því hvenær hann seldi blaði sögu. Dulnefnin eru hátt á annað hundrað og fundnar sögur voru seinast þegar ég vissi kringum 2000. En þessi aðferð dugði ekki við söguna um Góðadátann. Sagt er að Hassék kæmi einhvern daginn útá krá að sækja mjöð á söng- könnuna sína. Vertinn fyllir á könnuna og lætur hana á skenkinn. Þá kemur þar inn vinur Hasséks og býður honum með sér heim. Þangað fór hann ósunginn, bað vertinn að geyma könnuna um stund. Þar stendur kannan enn og bíður söngvarans því hjá þessum vini sínum fékk Hassék húsaskjól til frambúðar, lagðist þar banaleguna og skrifaði mestan hluta Góðadátans. Dó tæplega fertugur. Arið 1923. A útmánuðum. Þessi saga gengur svona í Prag. Hún er veruleiki hvort sem hún er stað- reynd eða ekki því fólk trúir henni. Vitaskuld er saga einsog Góðidáti enginn kaldhamraður samsetningur held- ur lífræn jurt sem sprottið hefur einsog baunagras laust úr álögum uppaf höfundi sínum þegar búið var að vökva hann með 1500 hektólítrum af bjór. Og dauðinn fór á hann gegnum lifrina meðan leifarnar af heilanum spunnu sögu eftir sögu og hendurnar þeystu með pennann yfir drifhvítan pappírinn. Nema hvað? Utfrá þeim dæmum sem MK nefnir um rismiklar skáldsögur samtímahöf- unda (þeir eru um það bil hundrað ára gamlir) einsog Hassék, Kafka og Joyce mætti líka álykta sem svo að skáldsagan væri blóðsuga eða morðingi 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.