Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 11
Einar Kdrason Gamlar nýstefnur og fleira gott Erindi flutt á fundi um bókmenntir í Félagsstofnun stúdenta 16. febrúar sl. Fyrir tuttugu árum eða rúmlega það, ef fundur einsog þessi hefði verið haldinn, er trúlegt að talsmenn módernismans hefðu haldið líkræður yfir skáldsögunni í hefðbundnum skilningi. Það væri kannski álíka einföldun, en þó nær lagi, að segja nú að módernisminn sé burtsofnaður en skáldsagan hinvegar við bestu heilsu. Enda felst í þessum orðum einhver þverstæða: Hvernig getur módernismi, eða nýstefna, lognast útaf, amk. meðan ekki hefur verið fundin upp brúkleg tímavél og við lifum ekki annað en samtíð okkar. Og það er líka til marks um hvílíka endastöð þeir menn töldu sig vera komna á, sem fóru að nota þetta hugtak, því varla hefur verið gert ráð fyrir að módernismi gæti hætt að vera móðins, að nýstefna yrði gamaldags, — yrði þá ekki nútíminn að vera liðinn undir lok og hið ókomna tekið við . . .? Nema við gerum ráð fyrir hinum möguleikanum: að þegar nútím- inn verði gamaldags þá verði fortíðin nýmóðins; það væri þá í anda kenningar sem ég sá hafða eftir spekingum í merkri ævisögu Elvis Presley, en hún gengur útá að hugmyndaheimur okkar samtíma, þjóðfélagsgerðar, heimsmyndar, sé ekki lengur fær um nýsköpun; sá tími sé liðinn undir lok þegar nýjar byltingarkenndar stefnur taka við án afláts, hvort sem er í bókmenntum, myndlist, tónlist, heimspeki; á okkar dögum gerist þá ekki annað en að á víxl eru teknar í tísku gamlar stefnur og þær kannski kallaðar nýjar með því að bæta orðinu ný- framanvið nafn þeirra. Þannig gangi á með nýrómantík, nýraunsæi, nýrokkabillí; aldagömul aðferð er kölluð „nýja málverkið“; það kemur nýsúrrealismi, nýdadaismi, væntanlega nýmódernismi, og eflaust er einhversstaðar til nýfútúrismi, og þar förum við kannski að loka hringnum, — þegar rykið er dustað af gamalli hefð og hún kölluð nýframtíðarstefna. Væri þetta rétt kenning veit ég ekki hvort við ættum að gráta ástandið og harma eða líta á það sem merki um að nútímamaðurinn sé kominn til þroska, hættur að haga sér einsog krakki eða nýríkur hálfviti sem veður úr einu í annað og kastar öllu frá sér án þess að hafa skilið til fulls gildi þess; 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.