Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 96
Umsagnir um bækur
HUGLEIÐINGAR UM STÖÐNUN
Ólafur Haukur Símonarsson: Vík milli
vina, Mál og menning 1983.
„Nú er tími endurfæðíngar og hjálp-
ræðis,“ (8) segir völvan, samferðakona
Péturs, sem fór utan til Kaupmanna-
hafnar til að skrifa bók um þá tíma þegar
„Lífið var endalaus sprenghlægilegur
draumur í litum á breiðtjaldi með sögu-
þræði sem breiddi úr sér eftir þörfum og
hentugleikum" (179), þegar sósíalisminn
og kapítalisminn voru ekki orðnar „tvær
hliðar á sömu sviknu myntinni!“ (202)
og „allir höfðu á tilfinníngunni að tím-
arnir væru að breytast og ekkert gæti
mögulega fallið aftur í gamla farveginn."
(78).
Þau höfðu farið til Kaupmannahafnar
á þessum árum til náms, klíkan svokall-
aða, þar sem fastastjörnurnar voru Pétur
og Halldór sem í kringum snerust Ing-
unn, Guðrún, Aðalbjörg, Marteinn og
síðar Hjördís. Fjarlægari fylgihnettir
voru Kári og Hafliði. Veröldin beið með
útbreiddan faðminn, og þau voru þess
fullviss að þau hlytu að vera „fyrsta
kynslóðin í nýjum og betri heimi." (78).
En nú í sögubyrjun er Pétur á heim-
leið eftir þriggja mánaða útivist. Þegar
allt kom til alls sá hann ekki ástæðu til
að skrifa þá bók. „Kannski hefur það
sem við sögðum og gerðum ekki verið
eins merkilegt og ég hélt.“ (19). Þess í
stað leggur hann fram aðra bók, bókina
um „þetta glæsilega, velmenntaða og
andríka bráðum miðaldra únga fólk“
(95), sem hefur lokað öllum dyrum og
reynir að gleyma hvað er fyrir utan af
því að draumar þeirra og vonir gengu
ekki eftir.
Sagan Vík milli vina spinnst milli þess-
ara tveggja heima, þá og nú, og tengist
yfir í heim eldri kynslóðar í gegnum
foreldra og fósturforeldra klíkunnar, þó
sá munur verði kannski hvergi eins
skarpur og til stóð, nema ef til vill í
guðstrú Salóme, móður Guðrúnar. En
þetta er fyrst og fremst saga klíkunnar,
saga þessa róttæka fólks á „vinstri"
væng, sem er fast í fúafeni stöðnunar og
andlegrar kreppu með augu læst í fortíð.
Hvers vegna fór það svo?
Sagan byrjar að morgni föstudags og
lýkur aðfaranótt sunnudags og liggur í
gegnum spádóm völvunnar í upphafi
þókar: „Hetjan okkar stendur andspæn-
is grenjandi ljóni og þekkir skyndilega
sinn eigin skugga . . . hetjan okkar verð-
ur að takast á við sinn eigin skugga . . .
friða hina stríðandi aðila, koma á jafn-
vægi. En til þess að það megi takast
verður hún að finna þann kraft sem
getur endurvakið von hennar og trú.“
(8). Og hver er sá kraftur? „Dauðinn,“
er svar völvunnar (9).
Það er utan um þennan spádóm
214