Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 97
sem sagan spinnst, þráðurinn liggur í gegnum hin flóknu samspil hinna ýmsu þríhyrninga klíkunnar, er bíða frumsýn- ingar á ómerkilegum söngleik í Þjóð- leikhúsinu, sem Ingunn og Guðrún leika í, og afmælisboðs hinnar síðarnefndu. A hann er klippt með fósturláti Guðrúnar og sjálfsmorði Marteins. I gegnum þessa atburði vefur sagan sig áfram og ekki alltaf ljóst hvað er veruleiki og hvað skáldskapur, hvort sagan er spunnin í eyður atburðarásar sem gerist í huga Péturs eða er raunveruleg. Frásagnarað- ferðin, djarfleg skipting sjónarhorns milli Péturs og annarra persóna úr klík- unni, milli fyrstu og þriðju persónufrá- sagnar, lætur slíkt ekki uppi, enda Pétur ekki maður sem leggur allt á borðið í fyrstu atrennu eða annarri, jafnvel ekki þeirri þriðju. Skýringar á orðum og hegðun persóna liggja heldur ekki á lausu því Pétur er jafn eigingjarn á sjálf- an sig við lesendur og hann er í öðrum mannlegum samskiptum, sem er af hinu góða bókmenntalega séð, þó ef til vill hefði mátt rugla sjónarhornið enn meira frásögninni að skaðlausu. En hversu trúverðugur er Pétur? Hann gjörþekkir það fólk sem hann er að lýsa, þekkir viðbrögð þess og veit við hverju má búast, en það þarf ekki að hindra að hann liti frásögnina eigin litum. Sjálf trúði ég honum satt að segja mátulega. Finnst að minnsta kosti rétt að hafa alltaf í huga hver hér segir frá. Persónugallerí þessarar bókar er mannmargt, aukapersónur fjölskrúðug- ar og sérlega vel gerðar ekki síður en aðalpersónur, allar dregnar ýktum dráttum. Aðalpersónurnar hringsóla enn sem fyrr hver í kringum aðra í lokuðum hópi klíkunnar, uppþornuðum tilfinninga- heimi þar sem gildi karlmanna ráða. Umsagnir um bœkur Við kynnumst vefaranum Aðalbjörgu sem fylgt hefur Halldóri og Pétri frá gamalli tíð og velgt ból þeirra eftir ósk- um og kannski um fram það (106); Aðal- björgu sem grætur yfir þessum kaldrifj- uðu strákapöttum sem hún veit að hafa hana aðeins að fótaþurrku (50). Hún virðist sú kvengerð sem þá aðeins hrífst af karlmanni að hann sé annarri bundinn og svíður að konur skuli tortryggja hana fyrir vikið. Hún lætur alltaf undan ósk- um Halldórs, viðhalds síns þessa stund- ina, því hún hefur valið sér stað við hlið karlmannsins, hún hlýtur því alltaf að gefa eftir hvað sem í skerst, ekki af ást heldur ótta við að karlmaðurinn fari, sem hann og gerir fyrr eða seinna. Onnur kvenmyndin er Guðrún, kona Halldórs, og Hjördís, kona Péturs, í hlutverkum hinna tryggu eiginkvenna sem trúað hafa blint á eiginmenn sína og drauma þeirra og öllu til fórnað. En nú er biðlund Guðrúnar á þrotum gagnvart eiginmanni sem „fer reglulega yfir á ávís- anareikníngnum, drekkur sig fullan dag eftir dag og drattast ekki heim fyrren undir morgun." (33). En hún er ófrísk að öðru barni þeirra og að auki föst í „úreltum“ hugmyndum um trúmennsku og staðfestu — og ást (33). „Karlmenn skiptast í tvo hópa, þá sem elska margar konur stutt, og hina sem elska engan nema sjálfan sig,“ (9) segir völvan. I þessari bók virðast allir karl- mennirnir vera í síðari hópnum, nema Marteinn, sem hvorugum hópnum til- heyrir. „Ég kunni ekki að elska,“ (112) segir Pétur Ingunni er þau rifja upp á við- kvæmri stund fyrri kynni. Og hann hef- ur ekkert lært. Hans trú er að maðurinn „sé slóttugt, grimmt og miskunnarlaust dýr sem leyfir sér því aðeins smávægi- lega siðferðislega væmni að hann sjálfur 215
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.