Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 100
Tímarit Máls og menningar
sem hann skrýddist, „Það var einfald-
lega einhver undarleg blanda af fjöru- og
fjósalykt sem fylgdi honum.“ (114).
Hann er eins og Pétur úr alþýðustétt, og
hann verður það jarðsamband sem Pétur
og þá um leið klíkuna vantar þegar ljóst
var orðið „að hann væri ekki og mundi
aldrei verða skáld . . . og hefði engan
metnað í þá veru.“ (115). Og það sem
mikilvægast er, hann kann að hlusta.
Hann verður því klíkunni ómissandi,
einkum Pétri og Halldóri sem „létu
ræðuhöldin óspart bylja á þessum þolin-
móða hlustanda.“ (37). Þessi hópur
verður eina fólkið fyrir utan systkini
hans sem Marteini þykir vænt um þótt
hann sé ekki blindur á galla þeirra og
geti verið fastur fyrir ef því er að skipta.
(118). En með tímanum rofna fjöl-
skyldutengslin, það er eins og opnist gjá
milli Marteins og fjölskyldu hans, „gjá
sem átti eftir að breikka næstu árin og
verða að óbrúandi gapi.“ (120). I hennar
stað kemur klíkan. Hann verður eftir-
læti hennar og óskabarn. Halldór og
Pétur tóku að sér stjórnina og reyndu að
byggja upp hjá honum sjálfstraustið, en
stúlkurnar fæddu hann og klæddu og
kenndu góða siði. En nú er klíkan ekki
lengur sú sama. Ingunn og Pétur hafa
brugðist honum; hann hringsólar um
borgina aftur á bak og áfram í örvænt-
ingu, og leitar loks á vit Halldórs, vinar
síns. En það eina sem hann fær er enda-
laus orðaflaumur og upprifjun þeirra
tíma sem gera nútíðina enn sárari.
A vissan hátt renna þeir saman í huga
mér Halldór og Pétur. Halldór verður
einhvers konar málpípa Péturs með
stöðugu blaðri sínu, þótt með fyrirvör-
um sé (t. d. 49, 79). „Eg ætla að verða
heimsfrægt skáld,“ segir Halldór í æsku.
„Eg er að hugsa um að fara í arkítektúr,"
segir Pétur (92). Pétur varð skáld, Hall-
dór arkítekt. Þótt þeir komi úr ólíku
umhverfi þá sýna báðir sömu afstöðu til
vinnu sinnar, og ekki síður til fólks al-
mennt, kunningja, samstarfsmanna,
tengdaforeldra, kvenna sinna og barna.
Eina undantekningin er framkoma Pét-
urs við Onnu, fósturmóður sína, sem er
full mannlegrar hlýju (83 — 85, 93) öfugt
við framkomu Halldórs við móður sína
sem einkennist af sömu mannfyrirlitn-
ingunni og eigingirninni og öll hans
hegðun (20 — 24). Fyrir Ingunni bera þó
báðir ákveðna virðingu. Báðir líta á sig
sem snillinga þótt Pétur afneiti því í orði
(92). Þá dreymdi stóra drauma sem ekki
rættust í fyrstu lotu og þar með gáfust
þeir upp. Pétri tókst loks að koma bók
sinni út, hún fékk góða dóma, en seldist
illa. En veröldin fór ekki á hvolf, þar
með var hann hættur og fór þess í stað í
blaðamennsku. Sama er um Halldór.
Lýðurinn skynjar ekki snilld hans sem
arkítekts, og látið er að því liggja að
Kári, fyrrum meðeigandi hans í teikni-
stofunni, hafi haldið Halldóri niðri og
keypt hann út úr fyrirtækinu sem hann
hafi verið að gera gjaldþrota með list-
rænum metnaði sínum. Pétur og Hall-
dór hata báðir meðalmennskuna eins og
Satan sjálfan, en hafa í reynd tekið upp
alla háttu hinnar menntuðu millistéttar,
sem kitlar uppþornaðar uppreisnar-
kenndir með fylliríi, framhjáhaldi eða
öðrum smáuppákomum eins og
slagsmálum eða að keyra fullur og lenda
í eltingarleik við lögguna. Kára er stillt
upp sem andstæðu Péturs og Halldórs,
manninum sem gengur Mammoni á
hönd. Hann hefur auðgast vel, aðlagað
sig því kerfi sem hinir fyrirlíta svo mjög.
En í raun laga þeir sig allir að þessu
kerfi. Mannfyrirlitning Péturs og Hall-
dórs, beiskja þeirra og vonleysi byggjast
á því að þeir eru misheppnaðir sam-
218