Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 103
svör, sem sumir leita. Ekki skal því neit- að að endurnýjunar er alltaf þörf jafnt í bókmenntum sem öðru, en það er nú svo að bókmenntir fjalla alltaf aftur og aftur um sama mál, þær spyrja alltaf sömu spurninga: Hver er ég? Hvers vegna? og Til hvers?, og reyna að varpa á þær nýju ljósi. Svörin hafa enn ekki fundist! Endurnýjun bókmennta felst því tíðar meir í efnistökum; en formleg endurnýjun ein sér vill því miður oft verða ansi fátækleg, enda form og efni það samtvinnað að hvorugt getur án hins verið. Þróun og endurnýjun bók- mennta gerast ekki samkvæmt formúl- um, hversu hátt sem hrópað er, heldur framgangi í tíma og rúmi sem kallar á slíka endurnýjun. Hvað snertir kröfurn- ar um léttleika og skemmtilegheit — ja, þá fer nú að versna í því. Ansi er ég hrædd um að margir jöfrar heimsbók- menntanna færu fyrir lítið á því uppboð- inu. Hvað með Flaubert, Kafka, James Joyce? Varla teljast bækur þeirra fullar léttleika og skemmtunar? En því geri ég þetta að umtalsefni að mér virðist sú menningarumræða komin út á hættulega braut sem leggur fram formúlu eða kenningu og leyfir helst engum gróðri að vaxa sem ekki verður kyrktur undir hana. Er þá gjarnan beitt fyrir sig bókmenntakenningum ýmiss konar og merkimiðum síðan slett á eftir smekk. Sá sem heldur að bókmenntaleg kenning dugi til algildra skýringa á bók og bókmenntum fer villur vegar. Það eina sem kenningin gerir er að gera hann að betri lesenda, ef rétt er á haldið. í upphafi var orðið, stendur í vísri bók. Sé þetta, af venjulegum rithöfundahroka, fært yfir á bókmenntir, mætti ef til vill segja að í upphafi var sagan (í ýmsum búningi). Kenningin var síðan gerð utan um og í kringum hana. Þess vegna þarf Umsagnir um bxkur alltaf að vera á verði, því að kenningin er sköpuð af því sem þegar er til, ekki af hinu sem síðar kemur. Satt að segja hef ég alltaf verið heldur vantrúuð á það staðnaða fyrirbæri sem stundum er flokkað undir bókmennta- gagnrýni, en oftar felst í einhvers konar einkunnagjöfum eftir því kerfi sem í tísku er þá og þá stundina. Minnir þetta fyrirbæri oft á hanaatsþættina í sjón- varpinu þegar menn á öndverðum meiði eru dregnir í fjölmiðla svo þjóðin geti gefið þeim einkunn fyrir kjafthátt, út- úrsnúninga og lýgi, (en það telja nú margir reyndar hina einu sönnu und- irstöðu bókmennta). Bæði af þessari ástæðu og öðrum hafa því gagnrýnendur og rithöfundar löngum eldað saman grátt silfur, og ópin oft orðið hávær á báða bóga. Haft er eftir Guðbergi Bergs- syni að rithöfundar óttist gagnrýnendur eins og slægur geðsjúklingur geðlækni. Og stafi það af eigin nekt. Listamenn (og gagnrýnendur reyndar líka) eru í eðli sínu exhibisjónistar og ég leyfi mér að draga í efa að þeir óttist eigin nekt. Mun hræddari eru þeir vafalaust við ískrandi kenningabrynjurnar sem marg- ir gagnrýnendur reyna að troða þeim í til að hylja nektina. An alls tillits til vaxtarlags. Svo ekki sé nú minnst á þegar ætt er fram og höggvið hart bæði hæll og tá svo falli fótur að skó. Mér skilst að tískan sé núna suður-amerískur á hægri fót og grískur forn á þann vinstri. — En hvað sem um það er þá er ekki erfitt að þekkja þá úr sem um bækur skrifa og ganga til móts við heim bókarinnar á hennar eigin forsendum. Gegnt þeim standa hinir sem vilja knýja bækur undir sínar eigin forsendur hvað sem það kost- ar. Verður þá líf einnar bókar oft lítils virði. Góð bók ber í sér líf, líf verður aldrei 221
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.