Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 13
Portúgölsk nútímaljóbagerö hinnar heilögu forsjár hét Salazar. Hann krafðist strax að hann yrði einráður um gang efnahagsmála og útdeildi hinum ýmsu ráðuneytum fé til umráða eftir eigin geðþótta. Með þessu móti tókst honum að falsa gang mála ríkisins eins og honum þótti henta. Arið 1932 náði hann ríkisvaldinu gersamlega í sínar hendur, með hjálp hersins, og gerði sjálfan sig að formanni Ríkisráðsins; hann var með öðrum orðum einvaldur. Þetta er einföldun á málunum en glöggvun engu að síður, ekkert er minnst á mistök verkalýðsins og þátt hans í falli lýðveldisins, með getuleysi sínu, fáfræði, valdagræðgi á lægsta stigi og hvers kyns óreiðu sem sumir halda að sé gleði. Hugsandi manni er vansæmd að skella allri skuld á valdastéttirnar og vilja ekki horfast í augu við vanda verkalýðsins. Salazar hófst handa á sama hátt og sannur íhaldsmaður, gerði skyndiráð- stafanir, tók upp stefnu korporativisma að ítalskri og að sumu leyti sovéskri fyrirmynd: verkamenn og atvinnurekendur voru í sama félagi, stéttabarátt- an var úr sögunni, undirstöður hins hefðbundna valds voru styrktar: bankakerfisins og undirstöðuatvinnugreinanna, og við það styrktist staða gjaldmiðilsins. Framtak einstaklingsins var lofsungið, heitið afnámi ríkis og skattbyrða: þjóðinni bar að hefja lífsbaráttu og samkeppni á innanlands- og utanlandsmörkuðum. Hinir snauðu héldu að þeir yrðu ríkir með framtaks- semi sinni sem einstaklingar, áður héldu þeir að þeir yrðu ríkir með sameiningarmætti. Hugmyndakökunni hafði verið snúið við, en hinir snauðu urðu jafn snauðir eftir sem áður. Salazar beindi augum að hráefnum og auðlindum nýlendnanna í Afríku sem höfðu ekki verið nýttar og voru lítt kannaðar. Portúgal fór nú að hagnast á nýlendunum en fátæktin innanlands jókst. En jafn skjótt og nýlendubúarnir fundu fyrir kúguninni fundu þeir séreinkenni sín og þá vaknaði andstaða gegn nýlenduveldinu. Bókmenntir nýlendnanna uxu úr grasi alþýðusöngva og dansa, í fyrstu sem söguljóð en síðan í lausu máli, og enduðu sem sagnagerð sem leitar að heildinni og lögmálum hennar. Þannig vekur allt andstæðu sína. Þegar einveldi kemst á meðal þjóða hefur listin tilhneigingu eða áráttu í fyrstu til að draga sig inn í skel sína og verða torskilin og lokuð, lík sérheimi. En við herpinginn myndast andleg spenna sem grefur um sig í þjóðarlíkamanum og brýst síðan venjulega út sem einhver tegund af raunsæ- isstefnu. Skáld tímaritsins Návist voru burðarmenn hinnar innilokuðu spennu. Grunnhyggnir menn halda að slík skáld búi í fílabeinsturni en andi þeirra hreiðrar hins vegar um sig í púðurtunnu þjóðlífsins sem hlýtur að springa fyrr eða síðar; en hvort hvellurinn verður hár eða hreint prump hlýtur að lúta ýmsum lögmálum bæði andlegum og félagslegum. Tímaritið kom út til 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.