Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 80
Tímarit Máls og menningar framan það að tæma byssurnar í framhliðina. Stöku sinnum sjáum við á hár félaga okkar, þegar þeir skjóta út um gluggann. Þetta eru þeir sem fóru að verja verkalýðshúsið og skjóta niður á við. Þeir eru í minnihluta. Arásarmönnunum fyrir utan fjölgar, þjóðvarðliðar og áhlaupasveitir sameinast, og skothríðin heldur áfram og eykst. Fernando Lago er æstur og vill að bændur uppi í þorpinu fylki liði og ráðist á þjóðvarðliðið frá hlið. I sömu svifum kemur Manúela léttfætt inn, veikbyggð eins og hún væri berklasjúk, hin litla grein. Hún hlustar á föður sinn, með sinn sveitafríðleik, og andmælir: Nei, það er engin leið. Eg kem að neðan og sá þeir tepptu göturnar. Jeronímus og ég erum líka andvígir tillögunni. Við viljum ekki hverfa úr efsta hluta þorpsins. Ef varðliðið nær honum er þorpið í þeirra höndum og auðvelt að drepa okkur. Hér verður að berjast! Ruðst er út í þvögu að gera fólki viðvart í húsum og hreysum, svo það búist til varnar. Sums staðar komum við of seint, íbúarnir beina þegar vopnum sínum gegn þjóðvarðliðinu sem situr um þorpið, annað hvort út um göt á veggjum eða fólk liggur á holóttri jörðinni þar sem eðlunum finnst best að baka sig í sólinni. Kristófer og ég komum aftur heim til Fernandos Lagos, og þá liggur bóndi úti í glugga og skýtur úr gamalli veiðibyssu. Þrjú yngstu börn Lagos gráta afsíðis, skelfingu lostin. Okkur Kristófer mistekst að útvega okkur byssur, til að leysa óþekktu skyttuna af hólmi meðan hún hleður byssuna. Við eigum aðeins skammbyssur og verðum að spara skotin, því enginn veit hvernig þessu lýkur. Við gáum að verkalýðshúsinu og þá sést fáninn okkar ekki lengur. Á útskotinni framhliðinni er stöngin sem hann blakti á. Gegnum brotna glugga sjást þjóðvarðliðar leita, órólegir, og sleppa ekki höndum af byssunum. Langt hlé verður á skothríðinni. Aðeins frá okkar hlið þýtur stöku sinnum skot. Við erum á eilífum erli út og inn. Kristófer og ég reynum að skipuleggja andspyrnuna hvor á sinn hátt. Sumum bændum er eiginlegt að geta gert sig næstum ósýnilega, þeir skríða með jörð, sameinast henni og verja erfiðustu leiðir inn í þorpið, þar sem við höfum falið okkur eins og márar í köstulum sínum. Þetta eru fáliða bændur og fátækir að vopnum, og skot úr haglabyssu er lítið borið saman við hríð úr hríðskotabyssu. Enginn segir neitt en andlitin hrukkast af áhyggjum. 550
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.