Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 19
Fernando Pessoa Ef ég ræði um hana alveg eins og mann er það af því að um hana verður fjallað aðeins á tungu manns sem persónugerir hluti og neyðir upp á þá nafni. En hlutirnir eiga hvorki nafn né hafa skapgerð, þeir eru bara til og himinninn hár og heimurinn víður og hjarta okkar á stærð við krepptan hnefa. . . Sæll veri ég vegna þess sem ég veit. Eg nýt þessa alls eins og sá sem veit að sólin er til. ALMADA NEGREIROS (1893—1970) var fjölþættur maður, ljóðskáld en þó einkum listmálari, maður sem sameinaði hvort tveggja og ýmislegt fleira: hann var hugsuður og kennisetningamaður á sviði lista. Fjölmargir þættir portúgalskrar ljóðlistar samtímans eru frá honum komnir, og sú málaralist sem kennd er við nútímann hjá portúgölum er einnig í þakkarskuld við hann. Negreiros er mesti listmálari landsins á þessari öld og hið nýopnaða Nútímalistasafn í Lissabon hefur verk hans sem undirstöðu þess sem nú er málað á striga. Negreiros hafði boðskap að flytja í listum, boðskap innihalds og forms. Auk þess hélt hann ótal fyrirlestra um ljóðlist og myndlist, til að breiða út kenningar sínar eða kynna öðrum stefnur í listum. Þegar árið 1917 kom hann fram með kenningu sína um bláa ferhyrninginn og sagði skilið við rímið í ljóðagerð og orti í lausu máli. Ljóðið var sett upp sem samfelldur texti en ekki sem mislangar ljóðlínur. Hljómfall- ið var ekki afmarkað í lausa málinu sem reis og hneig. Eitthvað var þetta í ætt við hljómknúinn texta. í honum var þó ævinlega einhver merking, jafnvel heimspekileg hugsun, grundvallarhugsun eða mannvit. Texti Negreiros var aldrei einvörðungu tækni, niðurröðun orða, á sama hátt og lit er raðað á flöt eða form skipulögð á striga. Að þessu leyti hélt hann aðskildri málaralist og Ijóðlist. I bláa ferhyrningnum vottar fyrir komu súrrealismans og ósjálfráðri skrift í ljóðum og litum. Oðru fremur reyndi Negreiros að endurheimta barnið eða láta það lifa í sér meðan lífið bærðist í líkamanum, en barnið var ekki ómálga og aðeins fært um að mála með fingrunum, barnið átti að vaxa upp og láta vaxa af sér þroskaðan heim en á vissan hátt saklausan og skapandi. Barnið á ekkert skylt við einfeldni. Einfeldnin kemur með árunum. Oll börn eru margbrotin. Vegna hins taumlausa hugarfars má greina í verkum Negreiros flest sem framtíðin átti eftir að bera í skauti sér, bæði í listum og lifnaðarháttum vestrænnar menningar. Hann skrifaði líka leikrit, einslags dansleiki með táknrænu innihaldi. 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.