Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
þess að mannsandinn og þjóðfélagið og listirnar geti gengið sér til húðar og
hrakið vitsmunina út í nýja óvissu. Vitið verður þá að bjarga sér undan
vanahugsun sem er klædd í orðaleppa. En er hið nýja eitthvað annað í sögu
mannsandans og lista en fáfræðin endurfædd í nýjum búningi, barnslegum
og ferskum?
Kringum 1920 tóku portúgalskar bókmenntir óvæntan krók á leið sína,
hliðarstökk út í héraðabókmenntir. Fagurfræðin tók að sér að lýsa lífi
bóndans og sveitanna. Bókmenntirnar drógu talsvert dám af ljúfsárum
rómantískum sögum Camilo Castelo Branco (1825 — 1890) en harður lífs-
baráttuandi raunsæis yfirgnæfði með ríkum skammti af ádeilu. Endurfæð-
ingunni fylgdu rithöfundar á borð við Aquilino Ribeiro (1885—1963).
Bækur hans eru óður til bóndans en með barefli á hann og yfirvöldin um
leið. Ribeiro er skáld bændasamfélagsins. Eftir hann er hér engin saga vegna
skorts á rými. Skáldskapur hans fjallar einkum um bændur í norðausturhér-
uðum Portúgals, á trúverðugan hátt fremur en hið algilda sé brotið til
mergjar. Lesandinn fær að komast í líkamlega snertingu við jörðina, í bland
við menn, örlög þeirra, störf og afbrot. Maðurinn er aldrei allur í sögunum,
vegna þess að höfundurinn er feiminn við ríkustu eðlisþætti mannsins:
sálar- og kynferðislífið. Lesandinn fer samt ekki varhluta af hræsni verald-
legra og andlegra valdsmanna. Ribeiro er það sem kallað er frábær höfundur
á sviði máls. Það merkir að hann varðveitir það fremur en hann veki það til
sjálfstæðs lífs í verkum sínum. A þessum tímum áttu rithöfundarnir að vera
góði hirðirinn í orðahjörð málsins, og persónurnar máttu heldur ekki
bregða sér úr hjörðinni á aðra staði en þar sem beitin var góð fyrir
lesandann.
Annar rithöfundur sem skrifaði í anda bændasamfélagsins var Brito
Camacho sem lést 1934 og lét sögur sínar gerast í sveitahéraðinu Alentejo, í
landinu miðju. I grófum dráttum hafa höfundar skipt landinu á milli sín,
einkum eða fremur vegna uppruna síns en þeir leggi eignarhald á land og
lesendur. Hið hrjóstruga norðausturhorn hefur verið frjótt á sviði skáld-
skapar.
Síðan hefur nýraunsæið sem tók við af táknrænustefnunni farið um sömu
sveitir, í leit að efniviði um undirokaða bændur, þó skáldin séu oft ekki
fædd í sveitunum heldur ættuð þaðan, borgarbúar sem biðla til sveitanna.
Bókmenntalega séð fóru þau þangað í síendurmetnum stíl sem bar keim af
amerískri hálfróttækni millistríðsáranna eða kreppubókmenntum. Við lest-
ur sagnanna hér í úrvalinu skýrist þetta nánar.
Sá rithöfundur sem hvarf inn á ýmsar og ólíkar brautir í senn, jafnframt
því að hann lét eðli sitt ráða fremur en kröfur bókmenntastefna sem hafa
verið fundnar upp í háskólum eða í hópum listamanna, var Ferreira de
508