Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 21
Jose Regio
JOSE REGIO (1899 — 1969) var einn af stofnendum og stjórnendum tímaritsins
Presenca (Návist), ljóðskáld en þó einkum sagnaskáld sem skrifaði líka leikrit og
safnaði alþýðulist.
Verk Regio fjalla gjarnan um tvíeðli guðs sem er jafn góður og hann er illur, og
einnig heillaði hann að fjalla um freistingar mannsins, mannsins sem guð heillar og er
hvorki góður né illur í eðli sínu. Þannig er hann ólíkur guði.
Er maðurinn þá einvörðungu aðstæðurnar sem hann býr við hverju sinni,
leiksoppur hinna ytri atburða, leikfang hluta og tækja?
Verk Regio eru fráleitt vangaveltur heldur atburðir sem spretta af íhugun og
líklega af ríkri efnishyggju. Hún er tíðum hin eina sanna ást skáldsins á manninum,
lífi og störfum mannsins, vegna þess að sannfæring og ákveðin niðurstaða um hver
maðurinn er vekja þröng viðhorf, afmarka manninn og flokka hegðun og eðli hans í
rétt og rangt.
Frægasta verk Regio er Jogo de Cabra-Cega (Blindingsleikur) sem fjallar í
rauninni um það að manninum muni aldrei takast að finna sjálfan sig í þeim
blindingsleik sem lífið er. Þetta stafar af því að heppnist manninum að taka af sér
eina grímu í leit að sínu „rétta“ andliti þá er önnur gríma undir, og hið sanna eða
rétta andlit er líka gríma ofan á annarri grímu.
Þessi listræni leikur skáldsins minnir lesendur hans á það þegar lauknum er flett
sundur, eitt lag er þá undir öðru uns kemur að kjarnanum, og þegar kemur að
kjarnanum þá er ekkert eftir.
Skáldsagan er eitt af höfuðverkum portúgalskra bókmennta.
Dimmur söngur
„Komdu,“ kalla sumir með bros í augum,
breiða út faðminn og þeir eru
handvissir um að hollast væri
að hlýða, þegar þeir segja: „Komdu hingað!“
En ég gýt til þeirra þreyttum augum
(í augnsvipnum er köld hæðni og þreyta)
krosslegg arma
og kem aldrei þangað.
Sú er sæmd mín
að semja ómennsk verk,
491