Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 45
Nútímaskáldskapur í lausu máli skáld, eða hún fer fram hjá þeim. Kvenrithöfundar líta á æsku telpunnar sem innantómt skeið brúðuleiks og hégóma og án táknmáls, og svo rís kvenrit- höfundurinn sjaldan upp fyrir kyn sitt og gleymir sér í samkyni listarinnar. I portúgölskum bókum, eins og í bókmenntum almennt, eru strákar alltaf strákar. Við rekumst á þá í skáldsögu Jose Regio, sem áður var getið sem ljóðskálds, Jogo da Cabra-cega (Blindingsleikur), einnig í sögum Bran- quinho da Fonseca. Sá rithöfundur sem nálgast það að vera snillingur í að lýsa æskumönnum er Vergilio Ferreira, fæddur 1916. Einkum á þetta við skáldævisöguna Manha submersa (Morgunn sem marar í kafi). Hún fjallar um fátækan pilt sem auðug kona tekur að sér, dálítið í anda nýfrjálshyggjunnar um andlega forsjá auðmanna, og sendir hann til mennta í prestaskóla. Hjá markaðs- stefnukonunni verður vart við ráðríki góðmennskunnar, þörf fyrir að grípa hið „efnilega vit“ og ráða yfir því og kúga í nafni örlætis, hjálpsemi og andlegs frelsis. Góðgerðarmaðurinn veit hvað er hollast fyrir skjólstæðinginn. A svipstundu verður skáldsagan jafn lævís og margbrotin og stíllinn er nakinn og umhverfið eyðilegt í hinni tæru frásagnarlist. Á myndrænan, næstum óhlutbundinn hátt er lífinu lýst í prestaskólanum, uppreisnum og mótþróa sveitapiltanna sem lúta trúnni eins og lögmálum jarðarinnar. Þetta er þó þannig gert að ekki verður úr einfeldningsleg ádeila á trúarlíf. Æskan og morgunn æskunnar mara í hálfu kafi, í togstreitu milli holds og trúar, moldar og vilja vindanna. Hin formfasta kaþólska kirkja vakir með stærð- fræði sína yfir huganum. Og gegnum söguformið sjálft gægist fagurfræði trúarinnar uns verkið snýst í að verða sérkennilegt trúarrit sem flytur þann boðskap að lífið sé í senn trú mannsins og afneitun hennar, í nafni óska um að óvissan fái að ríkja í lokin: því af óvissunni ertu fæddur og til óvissunnar skaltu aftur snúa. Vergilio, Augustina Bessa Luis, fædd 1922, Jose Cardoso Pires, fæddur 1925, og Dinis Machado, fæddur 1930, eru höfundar sem einna mest ber á í samtímabókmenntunum. Dinis skrifaði hina frægu bók O que diz Molero (Það sem Molero segir) árið 1977. Hún er áþekk goðsögu tímalausrar götu, svipuð lélegri kvikmynd, skrifuð í myndasögustíl, en um leið dálítið í anda riddarasögunnar, full af hinum kátlegu kippum sem eru í fólki í þöglu kvikmyndunum. Hjá J. C. Pires, sem er höfundur smásagna og skáldsagna, skiptast á stutt samtöl og lýsingar í amerískum dúr, segja gagnrýnendur. Smásögurnar hafa ákveðinn endahnút sem herðir oft að hjartataugunum og tilfinningunum. Slíkir leikir eða stílbrögð eru ekki samkvæm portúgalskri söguhefð. Hún er meira í anda hins lygna og íhugula og ekki beinlínis ætlað að þyrla upp sálarlífi lesandans, ekki einu sinni með stílbragði í lokin. Sögur Pires eru sem hlutir sem hent er að manni, oddhvöss glerbrot, en samkvæmt 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.