Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 40
Tímarit Mdls og menningar Ritskoðunin hindraði að stefnan beindist auðsæilega gegn valdhöfum, svo sérhver höfundur varð að stunda nýraunsæi með sínum sérstaka hætti, veruleikaskyni sínu, en það er ólíkt og líkt í mönnunum: marglitt, fullt af undanbrögðum og sjónarspili. Stefnan var samþætt áþekkri stefnu sem þjóðfélög vesturlanda tóku á þriðja og fjórða áratugnum og mótaðist af hinum nýja raunveruleika eða öllu heldur óraunsæja draumi sem byltingin í Rússlandi virtist boða, með aðstoð fjandmanna sinna, auðvaldsins, í líki heimskreppunnar. Hin ákafa leit að raunveruleikanum leiðir óhjákvæmilega til villu á einstigi sem er völundarhús í senn og opnast að leikhúslegum veruleika. Að venju komst maðurinn á vængjum draumsins yfir vanda veruleikans inn í styrjöld og út á ný, efldur eftir blóðtöku sem skottulæknar og heillandi rakarar mannsand- ans höfðu staðið fyrir. A tímum aukinnar vélvæðingar fóru bækur að berast með skjótari hætti milli landa og málsvæða. Sameinandi andi sósíalismans jók líka málanám, að ótalinni uppfinningu alþjóðamála. Fleiri bækur voru þýddar en áður. Stefnt var að menningarheild heimsins meðal hugsjónamanna á sviði anda og afneitunar, og hugsjónamenn á sviði auðs og markaða stefndu líka að heimsmarkaðsstefnu. I stað heimsvelda reis upp vísir að auðlindaveldi og heimsveldastefnan tók á sig form auðlindaráns. Hugsjónir og verksvit auðmanna og listamanna fara oftar saman en einkum hinir síðarnefndu vilja vera láta eða dirfast að viðurkenna. Bókin varð verslunarvara, tilbúin til lestrar óðar en hún varð almenningseign ætluð fjöldanum. Innihald bóka fór því að fjalla um fjöldann með sama hætti og borgaralega skáldsagan var um borgarann og riddarasögur sögðu frá heimsmynd lénsherrans. Sagnafólkið átti allt í hliðstæðri baráttu: lénsherrann á hesti sínum í bardaga við jafningja, borgarinn í léttivagni að berjast um auð við hliðstæður sínar, og verkamaðurinn var á bílnum í lífsbaráttunni um daglaunin. Allir börðust þeir um eitt sem var utan við hinn harða veruleika: um kvenfólkið. Og allar voru persónurnar fremur einlitar, haldnar trú á hinu góða í slag gegn hinu illa og voru orkufrekar með afbrigðum bæði til munns og handa og nárans. A göngu nýraunsæisins hafði bandaríska skáldsagan á millistríðsárunum stöðugt meiri áhrif. I henni voru „hetjur hversdagslífsins" og kitlandi fátæklingar og rónar í fagurlitu hanastéls-blandi við auðmenn. Engin heim- speki var á bak við söguna. „Fólkið vildi bara svona sögu!“ sem var kokteilblanda tilfinninga og stétta. Hálfa síðu bókarinnar bjó höfundurinn hlátursefni, en neðst á síðunni vakti eitthvað grát. Hinar mannlegu tilfinn- ingar voru þannig, samkvæmt niðurstöðum tilraunasálarfræðinnar. Mað- urinn var vél knúin háttbundnum viðbrögðum í vélheimi og gat ekki haldið athyglinni vakandi nema beitt væri á víxl andstæðum ertingum: nú hlátri 510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.