Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 81
Casas Viejas Svo vitum við ekki hvers vegna óvinurinn er nú þögulli en op á uppurinni námu. Kvöldið líður án fleiri árása. Okkur gefst tími til að borða. Við hittumst í hreysi „Sexfingra" um kvöldið. Hreysið er aumt, aumara en smalabyrgi, gamalt, óhreint, komið að hruni og minnir mig á angistina sem ég hef þolað á öðrum álíka stöðum. Hjá „Sexfingra“ eru tveir synir hans og sambýliskona annars, nokkrir bændur og konur. Jeronímus Gonzalez og Manolo Quijada setjast milli okkar Kristófers. Manúela kemur skömmu síðar í fylgd með föður sínum. Fólkið er kynlegt og flöktandi í daufa lampaljósinu. Manúela Lago hættir stöðugt lífi sínu við að fylgjast með aðgerðum óvinarins og flytur okkur oft uggvænleg tíðindi: Tveir flutningabílar eru nýkomnir með þjóðvarðliða. . . Svo er hér liðþjálfi líka. . . Fjöldi manns hefur verið handtekinn niður frá. Við hlustum í þögn. Athugasemdir og uppástungur manna heyrast illa, vegna þess að næstum allir tala samtímis. Aðeins „Sexfingri" er föðurlega kyrrlátur í elli sinni. Hin ríkjandi, sundurlausa hugmynd um að veita mótspyrnu hljómar í eyrum mér sem eitthvað tilgangslaust. Eg er sannfærður um að hreyfingin á Cadízsvæðinu er buguð. Kannski höfum við sigrað um allan Spán, en hér er auðsætt að hinir stjórna. Eg sting því einfaldlega upp á að við flýjum: Nú er nótt; skríðum út; þeir ná okkur ekki. Allt er betra en verða handtekinn. . . Við stöndumst ekki áhlaup. Þögn á ný. Síðan muldrar Pétur Cruz: Þorpið er umkringt. . . Fernando Lago spyr: Kom Mateo ekki aftur? Enginn svarar. Mateo er pilturinn sem ákvað í kvöld að hringja til félaganna í Medína og Cadíz. Þögnin er rofin. Auðsætt er að enginn vill láta líta á sig sem gungu. Kristófer hikar jafnvel við að styðja tillögu mína. „Sexfingri“ klykkir þá út á góðlátlegan hátt: Við höfum engum mein gert, engan drepið, ekki kveikt í húsi — ekkert! Ástæðulaust er að flýja. Við verjumst, ráðist þeir á okkur. Forðumst það af fremsta megni, en vilji þeir. . . Flótti er bleyðimennska. Orðin smita viðstadda. Ég andmæli og finnst þetta fjarstæða, skaðleg málstað okkar sem missir þannig einhverja baráttumenn. En orðið er áliðið og flestir samþykkja: Enginn flýr, auðvitað! 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.