Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 91
Casas Viejas
ótal nöfn. . . tugir, hundruð. . . Þegar kemur að nafni Guzman sæki ég
blýant og skrifa skjálfandi hendi fyrir neðan: Kristófer Cimenez. í Casas
Viejas. Og mér verður hugsað að þetta verði hans eina minnismerki, það
sem hann fann upp á, að skrifa nöfn þeirra sem féllu fyrir hugsjón okkar,
og sú hugsun vekur tár í augum mér.
Fótatak heyrist á ný, fótatak þess sem leitar, stansar, fer aftur á stað.
Þetta virðist vera fótatak tveggja manna. Eg lít á lík Kristófers í síðasta
sinn og ætla út að grípa síðasta tækifærið, hræddur, ruglaður, og hef
stöðugt minna vald á sjálfum mér. En fótatakið er nú við dyrnar.
Auðsæilega eru þetta tveir menn. Nei, ekki tveir, heldur sægur.
Þeir taka mig höndum, lemja mig, draga mig og hrækja í andlit mér.
Svo er mér lyft upp af gólfinu, hringur sleginn um mig og mér þröngvað
af stað. Farið er um efri hluta þorpsins. Þegar leið okkar liggur þar sem
áður reis hreysi „Sexfingra“ rýkur ekki lengur úr rústunum. Þar er nú
aðeins aska úr fjölum og hálfbrunnum röftum. Lík bændanna liggja hjá
gripagarðinum í hroðalegum haug, fleiri en tíu, kannski tólf eða
fimmtán. Fyrir framan eru brunnir líkamir, sumir kolbrunnir, aðrir
aðeins með brennda útlimi. Hungraðir, horaðir hundar vappa í kring
sem skrímsli í draumi og gefa sig að ætinu. Við komu okkar flýja þeir,
einn með mannshönd í skoltinum. Eg fylgist með þessu gersamlega
tilfinningalaus. Helst langar mig að fleygja mér einhvers staðar, teygja úr
mér, sofa, gleyma, jafnvel deyja. Mig gildir það einu.
Fyrir framan eyðileikann og líkin sem liggja í sólinni handa hundun-
um, glottir þjóðvarðliðsmaður framan í annan og segir:
Þetta var þeim lexía. . . Ættingjarnir þora ekki einu sinni að sækja
hræin. . .
Þegar komið er á varðstöðina heyri ég aftur kunnuglega rödd sem
kvaldi mig um nóttina. Skömmu síðar stendur höfuðsmaðurinn fyrir
framan mig. Eg hitti hann ekki. Hann er ekki einu sinni særður. En
jafnvel það skiptir mig núna engu máli.
JOSE MARIA FERREIRA DE CASTRO (1898 — 1974). Milli táknrænustefnunnar
og nýraunsæisins reis upp höfundur sem hafði raunsæi og félagslegar hugmyndir að
leiðarljósi þegar hann notaði brjóstvit sitt og skáldskaparhneigð við að berja saman
bækur. Hann fæddist í neyð í smáþorpi nálægt Aveiro, missti föður sinn átta ára
gamall og flæktist með móður sinni og systur um sveitir uns hann ákvað, þrettán ára
gamall, að flytja til Brasilíu, í von um að auðgast og geta svalað lestrarfýsn sinni og
561