Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 55
Hin sigrada kona tildurslegum hálsfestum úr gulli að hætti skurðgoða. Það skein á víra- virkiskross milli þrýstinna brjósta. Hún sá okkur stöðva reiðina og brosti eggjandi brosi og hóf gönguna á ný. Þröngur stuttkjóll sviptist flögrandi um fætur hennar sem voru klæddir í hárauða sokka. Eg sló í hestinn. Riddararnir fylgdu dæminu. Og þarna í hinu kjarrivaxna lands- lagi vakti tælandi dökki líkaminn girnd mína. Brjóst hennar var eflaust þolið og fæturnir voru fætur göngugarps. . . Flokkur minn hengdi vopnin við söðulbogann enda hafði ekki verið hleypt af skoti. I hönd fór einslags móttökuhátíð. Riddararnir hreyktust af sjálfum sér, klæddir loðskinnshúfum með skarlatsrauðum hanastélsfjöðrum, og þeir kölluðu fjörlega: Hæ, lipurtá! Hæ, mín ljúfa snót! Við höfðum þreyst í hóp skógarpúka á hlaupum eftir vatnadís. . . En þegar konan kom að furu- lundi sem gnæfði yfir stíginn, þá nam hún óvænt staðar, veifaði örmun- um og æpti. Yfir hinn ástfangna reiðflokk dundi kúlnahríð. Hrossin prjónuðu og liðið hörfaði í svipinn, árásin kom svo óvænt. Hesturinn minn fékk kúlu í brjóstið og féll. Riddararnir drógu sverðin úr slíðrum. Skærulið bænda leyndist í furulundinum og skaut á okkur. Barist var í hálfa klukkustund, og hinir ljónhröðu riddarar hjuggu og söxuðu í blindni. Fyrsta fórnarlambið var falsguðinn okkar með flétturnar og í hárauðu sokkunum, hugrökk dró hún okkur brosandi í dauðann. Höfuð hennar klauf bjúgsverð, en hermaður stökk af baki og rændi hálsfestum, snúrum hennar og gullkrossinum, og skildi konuna eftir blóðuga og limlesta, berlæraða og höfuðkúpubrotna á miðri götu. . . Þarna, þann tíunda mars kynntist ég hinni portúgölsku konu! Svo þú saknar líklega einskis eftir fundinn! Víst sakna ég, sagði Saint-Chamans lágróma og hengdi höfuð milli handanna. Eg kýs fremur þær spænsku! lýsti Brossard yfir og kveikti aftur í pípunni. Enda kynntust þið aldrei skjaldmeyjunni í höllinni í Verim! hrópaði Saint-Chamans og sagði með áherslu: Enginn okkar gleymir þrennu: fyrsta einkennisbúningnum, fyrsta herhlaupinu og fyrstu ástinni. Það fjórða sem mér er ógleymanlegt er konan! Henni svipar þá eflaust til sögu eftir Boccaccio! muldraði Brossard dreyminn inni í tóbaksskýi. Sagan er voðaleg, svaraði riddaraliðsforinginn stjarfur á svip. Þá er þetta ástarsaga, sagði Choiseul-Beaufré og brosti. Ef til vill. 525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.