Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 55
Hin sigrada kona
tildurslegum hálsfestum úr gulli að hætti skurðgoða. Það skein á víra-
virkiskross milli þrýstinna brjósta. Hún sá okkur stöðva reiðina og
brosti eggjandi brosi og hóf gönguna á ný. Þröngur stuttkjóll sviptist
flögrandi um fætur hennar sem voru klæddir í hárauða sokka. Eg sló í
hestinn. Riddararnir fylgdu dæminu. Og þarna í hinu kjarrivaxna lands-
lagi vakti tælandi dökki líkaminn girnd mína. Brjóst hennar var eflaust
þolið og fæturnir voru fætur göngugarps. . . Flokkur minn hengdi
vopnin við söðulbogann enda hafði ekki verið hleypt af skoti. I hönd fór
einslags móttökuhátíð. Riddararnir hreyktust af sjálfum sér, klæddir
loðskinnshúfum með skarlatsrauðum hanastélsfjöðrum, og þeir kölluðu
fjörlega: Hæ, lipurtá! Hæ, mín ljúfa snót! Við höfðum þreyst í hóp
skógarpúka á hlaupum eftir vatnadís. . . En þegar konan kom að furu-
lundi sem gnæfði yfir stíginn, þá nam hún óvænt staðar, veifaði örmun-
um og æpti. Yfir hinn ástfangna reiðflokk dundi kúlnahríð. Hrossin
prjónuðu og liðið hörfaði í svipinn, árásin kom svo óvænt. Hesturinn
minn fékk kúlu í brjóstið og féll. Riddararnir drógu sverðin úr slíðrum.
Skærulið bænda leyndist í furulundinum og skaut á okkur. Barist var í
hálfa klukkustund, og hinir ljónhröðu riddarar hjuggu og söxuðu í
blindni. Fyrsta fórnarlambið var falsguðinn okkar með flétturnar og í
hárauðu sokkunum, hugrökk dró hún okkur brosandi í dauðann.
Höfuð hennar klauf bjúgsverð, en hermaður stökk af baki og rændi
hálsfestum, snúrum hennar og gullkrossinum, og skildi konuna eftir
blóðuga og limlesta, berlæraða og höfuðkúpubrotna á miðri götu. . .
Þarna, þann tíunda mars kynntist ég hinni portúgölsku konu!
Svo þú saknar líklega einskis eftir fundinn!
Víst sakna ég, sagði Saint-Chamans lágróma og hengdi höfuð milli
handanna.
Eg kýs fremur þær spænsku! lýsti Brossard yfir og kveikti aftur í
pípunni.
Enda kynntust þið aldrei skjaldmeyjunni í höllinni í Verim! hrópaði
Saint-Chamans og sagði með áherslu: Enginn okkar gleymir þrennu:
fyrsta einkennisbúningnum, fyrsta herhlaupinu og fyrstu ástinni. Það
fjórða sem mér er ógleymanlegt er konan!
Henni svipar þá eflaust til sögu eftir Boccaccio! muldraði Brossard
dreyminn inni í tóbaksskýi.
Sagan er voðaleg, svaraði riddaraliðsforinginn stjarfur á svip.
Þá er þetta ástarsaga, sagði Choiseul-Beaufré og brosti.
Ef til vill.
525