Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 96
Tímarit Mdls og menningar
fluttu borgarana til fjalla til að forðast borgarmökkinn. Spilakassi var
þarna og háværir strákar og stelpur komu, settust við borðin eins og
heima hjá sér eða þau hefðu tekið húsið á leigu, og stungu peningum í
spilakassann, einum fyrir hvert lag. Dýrlegt. Jenito skrökvaði þegar
Guida kvartaði: „Bara þú færð að fara með pabba í kaffihús" og hann
svaraði: „Stelpur fara ekki í kaffihús.“ En þær fóru víst, og stungu
peningi í kassann og klöppuðu lófum, skóku líkamann og voru með læti
við þá sem vildu ekki taka þátt í þessu.
Jenito hitti föður sinn í félagi við ókunnugan mann sem ræddi við
hann alvarlega í laumi eða skrifaði í stílabók. Hann var alltaf með tvær
eða þrjár bækur í stafla við kaffibollann. Hvað var hann að skrifa, hvaða
bækur voru þetta, hvaða fólk heimsótti hann á kvöldin? Óþægilegur
grunur nísti hann og uppnám yfir að faðir hans lifði tvöföldu lífi, að í
honum væru tvenns konar menn: annar talaði ljúflega um almenna hluti,
settist til borðs með fjölskyldunni, væri raunverulegur og aðgengilegur,
en hinn var óljós, dularfullur, ógnvekjandi.
Svo henti dálítið eitt kvöldið. Bíll heyrðist hemla skyndilega á göt-
unni. Það ískraði í hjólbörðunum á rakri akbrautinni. Fótatak í stigan-
um og einhver knúði dyra. Móðirin gat sér til um hvað væri að gerast,
stóð kyrr í stofunni og virtist undrandi. Svo brá hún sér að glugganum
og renndi óttaslegin til gluggatjöldunum.
Komdu, sjáðu Arnaldo.
Faðirinn gægðist fram að baki hennar, stökk allt í einu í innri salinn og
kom með fangið sneisafullt af pappírum. Frændinn tók við þeim og
bjóst til að stökkva út um bakgluggann sem vissi að garði nágrannanna,
en sagði áður:
Komdu líka, Arnaldo.
Hrukkan á enni föðurins varð afar djúp og lokkurinn féll fyrir augað,
en hann var rólegur og hristi höfuðið ákaft neitandi.
Teygðu ekki tímann, komdu.
Það er engin hætta.
Fastar var knúið dyra. Frændinn ranghvolfdi augunum, hvarf. Þau
biðu eftir að barið væri á ný, tvisvar, og loksins opnaði móðirin. Jenito
var þungt um hjartað og fann það sama og þegar hann heyrði í fyrsta
sinn haglél glymja á gluggunum fyrir þrumuveður. Eitthvað óljóst og
ógurlegt var í vændum.
Jenito, farðu fljótt inn til þín.
Haglélið, haglélið. Jenito sá mennina koma inn úr dyrunum með
566