Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 79
Casas Viejas tapað af okkur. Við skimuðum til hægri og vinstri en brugðum okkur svo inn til Fernandos Lagos. Þar voru fyrir sömu mennirnir sem við kvöddum í verkalýðsfélaginu, og einhverjir bændur sem ég hafði ekki kynnst. Raddkliður var í kofanum við komu hinna félaga okkar. Ég þarf engar skýringar, ég skil. Jeronímus Gonzalez kveinar: Nú er útilokað að gera áhlaup, varðliðar eru alls staðar með hríðskota- byssur. . . Þeir hafa hringt eftir meira en nógu aukaliði. . . Oþægileg þögn ríkir í húskofanum. Ég sting upp á að við hefjum skæruhernað. Varðliðarnir ná ekki yfirhöndinni ef fólk felur sig, því þeir þekkja ekki aðstæður. Við getum ekki gert fólki viðvart, sagði Jeronímus. Enginn kemst niður eftir. Þögn ríkti á ný. Þá reis upp bóndi sem hafði setið þögull og niðurlútur til hliðar, magur í andliti, síðhærður og með gljáandi augu af ákafa: Ég fer til Badalejos eða hvert sem er og hringi til félaga okkar í Medína og Cadiz okkur til hjálpar. Bóndi á sama bekk segir háðslega: Hana-nú! Þeir hefðu ekki hleypt liðinu hingað gætu þeir hjálpað. Hik kemur á piltinn, svo færir hann fram rök sín: Hefur byltingin þá ekki sigrað alls staðar? Mér var sagt. . . Hann bendir á okkur Kristófer með einslags ásökun: Þeir sögðu það! Spyrjið þá. . . „Sexfingri" slær á þetta og segir, ef félaginn vilji ekki berjast, þá það, en orð hans séu óréttlát, byltingin var á sigurleið í gærkvöldi, en nú veit enginn hvernig málum er háttað. Sá samanrekni rís á fætur og fer blístrandi, með hendur í vösum. „Sexfingri“ faðmar að sér unga bóndann: Hugmyndin er góð, farðu, en varlega; láttu þá ekki sjá þig fara úr þorpinu. Pilturinn fór út; ljómar í framan af ánægju. Skothríð berst neðan úr þorpinu. Hríð úr hríðskotabyssum er ólík rólegum byssuskotum sem koma hvert á eftir öðru. „Sexfingri“ er hrærður: Það er óþarfi að gera fólki viðvart, það veit. Nú skýtur það úr launsátri. Heyriði? Jeronímus Gonzalez rís upp og fer að gluggaboru innst í húskofanum. Þeir sækja að verkalýðshúsinu, segir hann og lítur út. Allir fóru til hans. Það sást niður í þorpið, torgkrílið og húskofinn með litla blaktandi fánanum okkar. Sægur af þjóðvarðliðum er fyrir 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.