Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 79
Casas Viejas
tapað af okkur. Við skimuðum til hægri og vinstri en brugðum okkur svo
inn til Fernandos Lagos. Þar voru fyrir sömu mennirnir sem við
kvöddum í verkalýðsfélaginu, og einhverjir bændur sem ég hafði ekki
kynnst. Raddkliður var í kofanum við komu hinna félaga okkar. Ég þarf
engar skýringar, ég skil. Jeronímus Gonzalez kveinar:
Nú er útilokað að gera áhlaup, varðliðar eru alls staðar með hríðskota-
byssur. . . Þeir hafa hringt eftir meira en nógu aukaliði. . .
Oþægileg þögn ríkir í húskofanum.
Ég sting upp á að við hefjum skæruhernað. Varðliðarnir ná ekki
yfirhöndinni ef fólk felur sig, því þeir þekkja ekki aðstæður.
Við getum ekki gert fólki viðvart, sagði Jeronímus. Enginn kemst
niður eftir.
Þögn ríkti á ný. Þá reis upp bóndi sem hafði setið þögull og niðurlútur
til hliðar, magur í andliti, síðhærður og með gljáandi augu af ákafa:
Ég fer til Badalejos eða hvert sem er og hringi til félaga okkar í Medína
og Cadiz okkur til hjálpar.
Bóndi á sama bekk segir háðslega:
Hana-nú! Þeir hefðu ekki hleypt liðinu hingað gætu þeir hjálpað.
Hik kemur á piltinn, svo færir hann fram rök sín:
Hefur byltingin þá ekki sigrað alls staðar? Mér var sagt. . .
Hann bendir á okkur Kristófer með einslags ásökun:
Þeir sögðu það! Spyrjið þá. . .
„Sexfingri" slær á þetta og segir, ef félaginn vilji ekki berjast, þá það,
en orð hans séu óréttlát, byltingin var á sigurleið í gærkvöldi, en nú veit
enginn hvernig málum er háttað.
Sá samanrekni rís á fætur og fer blístrandi, með hendur í vösum.
„Sexfingri“ faðmar að sér unga bóndann:
Hugmyndin er góð, farðu, en varlega; láttu þá ekki sjá þig fara úr
þorpinu.
Pilturinn fór út; ljómar í framan af ánægju. Skothríð berst neðan úr
þorpinu. Hríð úr hríðskotabyssum er ólík rólegum byssuskotum sem
koma hvert á eftir öðru. „Sexfingri“ er hrærður:
Það er óþarfi að gera fólki viðvart, það veit. Nú skýtur það úr
launsátri. Heyriði?
Jeronímus Gonzalez rís upp og fer að gluggaboru innst í húskofanum.
Þeir sækja að verkalýðshúsinu, segir hann og lítur út.
Allir fóru til hans. Það sást niður í þorpið, torgkrílið og húskofinn
með litla blaktandi fánanum okkar. Sægur af þjóðvarðliðum er fyrir
549