Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar mönnunum tveimur sem stjórnuðu henni. Lyktin af hitanum var beisk, fyrst veik en síðan varð hún smám saman megnari, kæfandi, uns fæturnir brunnu þegar lengra var gengið eftir hinu mjúka og klísturskennda nýlagða slitlagi. Létt tjörugufa spratt undan stígvélunum, eftir að vatni hafði verið úðað á slitlagið. Dreifarinn fór þá að spýta úr sér og leggja veginn með fínum bunum af bráðnu biki. Manúel Pinto gekk fram hjá verkstjóranum og hundinum sem elti hann ævinlega. Bæði maður og dýr gegndu skyldu sinni: þeir snigluðust kringum og mældu út dugnað eða hyskni verkamannanna. Núna voru þeir að hafa afskipti af steinhöggvurunum, brátt færu þeir að snuðra í svefnskúrunum eða fylgjast með mönnunum á tjörudreifaranum. Mennirnir gengu á eftir dreifaranum blindaðir af glampanum frá stálbikinu. Þeir þöktu hið nývökvaða rjúkandi yfirborð vegarins með malarlagi og færðu sig þegjandi í röð þvert yfir veginn líkir sáðmönnum sem sá malarsalla. Allir höfðu þeir bundið klút yfir hnakkann og voru með legghlífar til að verjast bruna. Vinnan var látlaus, án hvíldar, nema ef kallað var á strákinn með drykkjarvatnið eða í kaffi. Kaffi! Kaffið er komið! Tjörudreifarinn hætti þá að starfa. Verkamaður tók tappann úr stál- bikskatlinum og hellt var í hann úr brúsunum. Kaffið er komið! hrópaði Manúel Pinto til hinna handlangaranna tveggja. Stálbikið vall áfram, þykkt og þungt, í gufumekki. Vélin gleypti það, geymdi það í sér stundarkorn, og óðar fór að bulla í því. Þá gubbaði hún vellandi og gljáandi maukinu á veginn. III Komið var undir kvöld þegar vörubíllinn sást með nýja mannskapinn. Það grillti í bílinn í fjarlægð, og verkamennirnir köstuðu mæðinni en verkstjórinn stökk inn í verkfæraskúrinn til að sækja áhöld. Verkamennirnir hættu að vinna, þurrkuðu af sér svitann og beindu athyglinni að sexhjóla Matford sem nálgaðist, varð greinilegri, stækkaði uns á honum sáust mennirnir sem sátu á bekkjum fram með malarhlass- inu. Hundurinn hafði á öllu gát og flæktist um þefandi og urrandi af æsingi. Þetta var verkstjórahundur og hafði áhyggjur af verkamönnun- um, og á sinn hátt beið hann eftir komu vörubílsins. Aðstoðarbílstjórinn fór fyrstur úr bílnum. Mennirnir stigu af pallin- 576
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.