Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 123
Umsagnir um bækur lífinu, en þó les ég sögu hans sem bjartsýna trúarjátningu á lífsmátt sköp- unaraflsins. Annars vegar kemst ég að þeirri niðurstöðu með túlkun textans, en hins vegar með þeirri lífsnautn sem það vekur mér að lesa hann eins og marga aðra góða texta, lífsnautn sem á upp- sprettu í því sem höfundur lagði í text- ann á skrifandi stund. Skáldsaga þessi leysir engan vanda til frambúðar, fremur en aðrar bókmenntir, en ég skil hana þó og skynja sem þátttöku í baráttu sem getur birst í mörgum formum, m. a. í dúfnastússi. Vésteinn Ólason ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM PETERS HALLBERG UM DEN POLITISKE LAXNESS I síðasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar (1984:4) er að finna ritdóm Peters Hallberg um doktorsritgerð mína, Den politiske Laxness. Ritdómurinn er að efni til nokkurn veginn samhljóða and- mælaræðu hans við doktorsvörn mína í Stokkhólmi síðastliðið vor. I ritdómn- um skrifar hann meðal annars: „En auð- vitað hef ég nú reynt eftir bestu getu að taka tillit til sjónarmiða þeirra sem AS hafði fram að færa í þessu opinbera sam- tali okkar“ (bls. 446). Hið sanna er hins vegar að Hallberg tekur nákvæmlega ekkert tillit til andmæla minna við vörn- ina. Þess vegna vil ég kynna röksemdir mínar hér. Við vörnina svaraði ég gagn- rýninni lið fyrir lið eins og venja er, en á þessum vettvangi mun ég aðeins fjalla um þau ágreiningsefni okkar Hallbergs sem merkust eru. Goðsögur PH andmælir því að ég afhjúpi goðsögur með ritgerð minni. Nokkur helgislepja hefur hvílt yfir umræðunni um verk þeirra Halldórs Laxness og Sigurðar Nordal um árabil. Menn hafa verið svo viðkvæmir fyrir því að mynd þeirra yrði spillt að í reynd mátti varla segja nokk- urn skapaðan hlut um þau. Eg held að hugmyndafræðileg og pólitísk atriði valdi þar miklu um. Þessa stíflu hef ég vilja losa. Að sjálfsögðu hefur ekki vak- að fyrir mér að kasta rýrð á þessa af- burðahöfunda heldur að sjá þá í nýju og raunsæju ljósi. Það er jafn banvænt skáldi að fá gagnrýnislausa umfjöllun og að fá ekki neina umfjöllun. Hitt er að rækta skáldskapinn: að meta verkin stöðugt upp á nýtt með gagnrýnu hug- arfari og af heiðarlegri alvöru. Kannski hamlaði það til dæmis rannsóknum hér- lendis á fornbókmenntum okkar að menn settu það markmið ofar öllu að lofa þær og rökstyðja að þær væru ís- lenskar. Þá tóku útlendingar auðvitað forystu í íslendingasagnarannsóknum. Goðsögur frysta skáldskap í stað þess að blása í hann lífi. Því markmiði mínu að vinna að nýjum og raunsæjum skiln- ingi á verkum HKL (og Sigurðar Nor- dal), skilningi sem ekki burðast með lík annarlegra hagsmuna í lestinni, hef ég lýst sem tilraun til að afhjúpa goðsögur frá fyrri tíma um skáldið, verk þess og samtíð. Eg tel að viðbrögðin við skrifum mínum sanni að þessar goðsögur voru fyrir hendi. Mörgum hefur þótt sárt að sjá hvílíkt erkiíhald Sigurður Nordal var um tíma, öðrum hefur þótt feimnismál að sósíalistar millistríðsáranna voru margir hverjir býsna rómantískir og jafnvel hallir undir Nietzsche. Engin ástæða er til slíkrar viðkvæmni. Vera má að PH efist um að millistríðsárahöfund- arnir þoli dagsljós hugmyndarýninnar. En það gera þeir. Það verða þeir að gera. 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.