Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 123
Umsagnir um bækur
lífinu, en þó les ég sögu hans sem
bjartsýna trúarjátningu á lífsmátt sköp-
unaraflsins. Annars vegar kemst ég að
þeirri niðurstöðu með túlkun textans, en
hins vegar með þeirri lífsnautn sem það
vekur mér að lesa hann eins og marga
aðra góða texta, lífsnautn sem á upp-
sprettu í því sem höfundur lagði í text-
ann á skrifandi stund. Skáldsaga þessi
leysir engan vanda til frambúðar, fremur
en aðrar bókmenntir, en ég skil hana þó
og skynja sem þátttöku í baráttu sem
getur birst í mörgum formum, m. a. í
dúfnastússi.
Vésteinn Ólason
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
PETERS HALLBERG UM DEN
POLITISKE LAXNESS
I síðasta hefti Tímarits Máls og menn-
ingar (1984:4) er að finna ritdóm Peters
Hallberg um doktorsritgerð mína, Den
politiske Laxness. Ritdómurinn er að
efni til nokkurn veginn samhljóða and-
mælaræðu hans við doktorsvörn mína í
Stokkhólmi síðastliðið vor. I ritdómn-
um skrifar hann meðal annars: „En auð-
vitað hef ég nú reynt eftir bestu getu að
taka tillit til sjónarmiða þeirra sem AS
hafði fram að færa í þessu opinbera sam-
tali okkar“ (bls. 446). Hið sanna er hins
vegar að Hallberg tekur nákvæmlega
ekkert tillit til andmæla minna við vörn-
ina. Þess vegna vil ég kynna röksemdir
mínar hér. Við vörnina svaraði ég gagn-
rýninni lið fyrir lið eins og venja er, en á
þessum vettvangi mun ég aðeins fjalla
um þau ágreiningsefni okkar Hallbergs
sem merkust eru.
Goðsögur
PH andmælir því að ég afhjúpi goðsögur
með ritgerð minni. Nokkur helgislepja
hefur hvílt yfir umræðunni um verk
þeirra Halldórs Laxness og Sigurðar
Nordal um árabil. Menn hafa verið svo
viðkvæmir fyrir því að mynd þeirra yrði
spillt að í reynd mátti varla segja nokk-
urn skapaðan hlut um þau. Eg held að
hugmyndafræðileg og pólitísk atriði
valdi þar miklu um. Þessa stíflu hef ég
vilja losa. Að sjálfsögðu hefur ekki vak-
að fyrir mér að kasta rýrð á þessa af-
burðahöfunda heldur að sjá þá í nýju og
raunsæju ljósi. Það er jafn banvænt
skáldi að fá gagnrýnislausa umfjöllun og
að fá ekki neina umfjöllun. Hitt er að
rækta skáldskapinn: að meta verkin
stöðugt upp á nýtt með gagnrýnu hug-
arfari og af heiðarlegri alvöru. Kannski
hamlaði það til dæmis rannsóknum hér-
lendis á fornbókmenntum okkar að
menn settu það markmið ofar öllu að
lofa þær og rökstyðja að þær væru ís-
lenskar. Þá tóku útlendingar auðvitað
forystu í íslendingasagnarannsóknum.
Goðsögur frysta skáldskap í stað þess
að blása í hann lífi. Því markmiði mínu
að vinna að nýjum og raunsæjum skiln-
ingi á verkum HKL (og Sigurðar Nor-
dal), skilningi sem ekki burðast með lík
annarlegra hagsmuna í lestinni, hef ég
lýst sem tilraun til að afhjúpa goðsögur
frá fyrri tíma um skáldið, verk þess og
samtíð. Eg tel að viðbrögðin við skrifum
mínum sanni að þessar goðsögur voru
fyrir hendi. Mörgum hefur þótt sárt að
sjá hvílíkt erkiíhald Sigurður Nordal var
um tíma, öðrum hefur þótt feimnismál
að sósíalistar millistríðsáranna voru
margir hverjir býsna rómantískir og
jafnvel hallir undir Nietzsche. Engin
ástæða er til slíkrar viðkvæmni. Vera má
að PH efist um að millistríðsárahöfund-
arnir þoli dagsljós hugmyndarýninnar.
En það gera þeir. Það verða þeir að gera.
593