Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar Þeir föðmuðust með klappi eins og fornir vinir. Heillakarlar hittast jafnan, sagði Alves. Það er auðséð, samþykkti hinn. Gott fólk er gjarnt á að hittast. Hann beindi orðum sínum að verkfæraverðinum og brosti, bæði við honum og félögum sínum á tréklossunum sem horfðu á vinafundinn. Gaman að hitta þig, Zé Alves, því eftir hina löngu ferð sjáum við félagar mínir hérna og ég ekkert nema eintóman sveitavarg. Þeir fjórir hlógu og voru enn að hlæja þegar yfir höfði allra hljómaði þrumuraust verkstjórans: Hvaða gríðarleg ósvífni er þetta eiginlega? Verkamennirnir lötruðu aftur til vinnu sinnar. En þeir sluppu ekki svona auðveldlega. Verkstjórinn stökk upp á tunnu og lét dæluna ganga og urraði æfur: Haugaletingjar, hlaupið þið svona frá verkinu? Ég skal sýna ykkur, drullusokkar, og þið skuluð sjá hver skipar fyrir hérna. . . Verkstjórinn var einn af þeim mönnum sem öskra og trúa á öskrið og þenja sig út uns þeir missa næstum taumhald á skapsmununum. Innan skamms var hann orðinn svo æstur að tunnan vaggaði ískyggilega undir fótum hans. Manúel Pinto þreif föturnar. Núna vannst verkið léttar eftir að sveitamaður var kominn á móti honum við burðinn á bikinu milli ketilsins og úðarans. Hann brosti við sveitamanninum þegar hann rétti honum föturnar í byrjun. Þér hefðuð átt að vera kominn fyrir viku. Hana-nú. Skrölt frá vélum og verkfærum yfirgnæfði innan tíðar gargið í verk- stjóranum. Samt þusaði hann áfram, á eilífum erli, tautandi. Og hundur- inn elti hann með sperrt eyru og lét skína í tennurnar. Svo fór að eigandinn reiddist hundinum, hann sparkaði það rækilega í kviðinn á honum að hann skaust burt með langdregnum skrækjum. Hundurinn er engu skárri en húsbóndinn, sagði Manúel Pinto með sjálfum sér en þó hálfhátt. Þegar hann fór fram hjá Alves verkfæraverði notaði hann tækifærið og spurði: Förum við núna í Spottann, er það öruggt mál? Alves yddaði tréstaut, kannski var hann að tálga tappa. Hann lét eins og ekkert væri og svaraði dræmt: Við förum þegar verkinu hér lýkur. En ég þyrfti helst að fara heim, sagði Manúel Pinto. í mínum sporum fengist enginn til að hanga hér í hálfa mínútu. 578
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.