Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar sem hrannast upp af miklum hraða, eru rammaðir inn með löngum og hægum málsgreinum. Dæmin eru mörg, t. d. á bls. 165: Þó Kiddi sjómaður sé búinn að koma víða við og hafi margsinnis vaknað skelþunnur sokka- og veskis- laus úti á ballarhafi eftir langa og áhættusama leiðangra gegnum borgir og bæi, þá hefur hann alltaf passað myndirnar sem Jón átti að fá líkt og þær væru gimsteinar. Kidda þykir jafn vænt um Jón og Adam um alla syni sína sjö. Hann kemur strax auga á hann í götunni þar sem Jón situr í ermavíðu peys- unni á einu grindverkinu. Af gleði hoppar Jón líka hæð sína upp um hálsinn á Kidda. Um leið hrynur fjöldinn allur af leikaramynd- um niðrúr ermavíðri peysunni. I götunni stoppar allt. Leikaramyndir hverfa oní vasana. Það er gert hlé á púkkspili. Dúfna- viðskipti stöðvast. Við allir strákarn- ir í götunni hópumst í kringum Kidda. Kiddi sýnir okkur hvernig hann getur látið kvenmannsbrjóstin á eiturslöngunni ganga í bylgjum. Holótt gatan er eitt auga. Já slíkan fögnuð vakti tattóveringin á vöðva- stæltum handlegg Kidda að strax eft- ir að hann var horfinn burt með Jón á háhesti var einhver strákanna send- ur inn eftir blekpenna og áður en dagur leið voru allir í götunni búnir að teikna á handleggi sína eitur- slöngu með kvenmannsbrjóst. Höfundum sem skrifa ljóðrænan stíl er einatt vandi á höndum að halda at- hygli lesanda sem vill að alltaf sé eitt- hvað að gerast. En lesendur Einars Más þurfa ekki að kvarta yfir atburðaleysi; æsilegir atburðir reka hver annan. en sá leikur er honum að sumu leyti auðveld- ari af því að hann stendur öðrum fæti í heimi barnsins. Vængjasláttur í þakrennum hefur e. t. v. ekki eins mikil áhrif á mann við fyrsta lestur og Riddarar hringstigans með sínum dramatíska endi. Það kostar mann dálítið átak að skynja tragík í dúfnastríðinu. Það er vitaskuld sorg- legra þegar lítill drengur deyr af slys- förum en þó hverfi sé hreinsað af dúf- um. En slys eru einmitt sorgleg en ekki tragísk og því vandmeðfarin í sögum. Dúfnastríðið er auðvitað ekki tragískt heldur tragíkómískt. Samfélagsöflin, sem fara með sigur af hólmi, líkjast vissulega örlögum fornra harmleikja að því leyti að frá sjónarhóli hinna bernsku sögupersóna eru þau nánast órætt og yfirskilvitlegt afl. En jafnframt eru þau einmitt samfélagsöfl og því söguleg og hverful og þess vegna blandast hið trag- íska og kómíska á sannfærandi hátt und- ir írónísku sjónarhorni sögumanns og lesanda. Að lokum má spyrja hvaða erindi þessi saga eigi við lesendur sína, ef það skyldi hafa komið óskýrt fram í því sem þegar er sagt. Slíkt er erfitt að draga saman í fáum og einföldum orðum, en þó virðist mér að nokkur meginatriði séu augljós. Höfundur leggur aðal- áherslu á gildi skapandi lífsnautnar. Hann er varla fjarri því að taka undir þá skoðun að lífið sé sköpun. Þessi skap- andi lífsnautn er manninum meðfædd eins og sjá má á því að hún er augljósust í heimi barnsins. En samfélag fullorð- inna leggur á hana bönd, reynir að deyða hana. Til að bjarga lífsnautninni er þörf á stöðugri byltingu. Mér virðist Einar Már ekki gera lítið úr mætti þeirra afla sem ógna lífsnautninni og þar með 592
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.