Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 99
Drengurinn og trumban vændum. Jenito greip sum atriði. Faðirinn keypti þrjú eða fjögur dagblöð á dag og ræddi ákaft um þau við vini sína. Nágrannarnir köstuðu sífellt kveðju hver á annan og ræddust við, komu og fóru og lásu dagblöð, drógu þau með óþolinmæði úr höndum blaðasölustrák- anna. Hvað var að gerast? Tilgangslaust var að spyrja. Engin svör. Og hvaða einlæga ósk og óþreyja höfðu breytt fólki, föðurnum, móðurinni, nágrönnunum, götunni, allri borginni? Jenito fann að ef einhver andaði varð loftið þungt, titraði heitt, þótt auðsætt væri að andþrengslin mundu enda á ógurlegum létti. Jenito skildist að eitthvað gerðist ekki strax heldur bráðum. Eitt kvöldið fór faðirinn út í fylgd með frændanum, var úti í nokkrar klukkustundir, og þegar hann kom aftur sá hann að börnin voru ekki farin í háttinn. Hann sagði hávær við móðurina: Göturnar eru fullar af lögreglu og skriðdrekar fram með síkinu. Skriðdrekar? Sagði hann það? Nú skildi hann óróann. Bardagi var í aðsigi: fánar, trumbur, hermenn. Faðirinn varð að fá sér byssu að minnsta kosti. Daginn eftir fór faðirinn ekki í vinnu. Hann reikaði um húsið líkur dýri í búri. Nei, ekki dýri. Hinir voru það, mennirnir sem voru með hattinn á höfðinu. Hann borðaði fyrr en venjulega, ýtti syninum til hliðar, áður en hann fór í jakkann og sagði: Farðu ekki út í dag, Jenito. Þú lofar því. Jenito ansaði engu. Heitirðu því? Af hverju? Það verður margt á götunum, kannski hróp eða að minsta kosti fólk sem öskrar eins og á fótbolta. Vertu heima hvað sem gerist. Verður fjöldi hér á götunni okkar? A öllum götum, en kannski meiri hér en annars staðar. Lofarðu? Má ég fara út í glugga? Kannski, en varlega þó. Hvað er um að vera? Hátíð? Fjöldinn fer að bíða manns sem kemur með lestinni og fylgir honum síðan. Það verður farið um hér. Þetta var þá ekki stríð, hvorki skriðdrekar né hermenn. Einhver mikill maður kom af fjallahóteli. Hver er það, pabbi, knattspyrnumaður? Ur hvaða félagi? Þetta er ekki knattspyrnumaður? Lofarðu? 569
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.