Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 76
Ferreira de Castro
Casas Viejas
Dauf morgunskíma og minning um Guzman vekja mér hryggð, því
núna fyrst veit ég hvað ég mat mikils hrjúfa framkomu hans, en mér
kom blundur á brá undir morgun. Eg vaknaði seint, þegar Kristófer
hristi mig:
Vaknaðu. Pjóðvarðliðarnir eru komnir frá Alcala de los Ganzules og
hafa lokað okkur leið. . .
Svefndrukkinn skil ég ekki strax.
Ur bælinu horfi ég á Kristófer, það er á einslags lofti þar sem
Manolo geymir fóðrið handa kúnni, og Kristófer er hálfboginn yfir mér
undir lágu þakinu, því ekki er hægt að standa uppréttur. Hann endur-
tekur:
Varðliðarnir komu frá Alcala de los Ganzules og teppa veginn. Við
komumst ekki burt frá Casas Viejas. . .
Eg velti mér á dýnunni, teygi andlitið inn í sólargeisla sem skín
gegnum gat á veggnum og gamla köngurlóarvefi.
Jæja, hreyfingin hefur þá ekki sigrað hér, ha? muldra ég gremjulega.
Eg veit ekki. Eg frétti þetta þegar ég fór að heiman frá Jerónímusi og
gerði þér strax viðvart.
Eg fer í fötin og á fætur.
Skrambinn. . . Félagarnir í Medína Sídonía taka ekki enn við sér og
hleypa vörðunum fram hjá. . .
Kristófer gefur mér skýringu:
Þeir þurfa ekki að fara um þar, frá Los Gazules til Casas Viejas.
Liðþjálfinn sem var hér í gær og veitti enga mótspyrnu virðist hafa látið
gera við símalínuna og aðvarað hina varðliðana. Mér finnst samt við
ættum að verjast. Byltingin hlýtur að fara sigurför um allt og engin hætta
á að þjóðvarðliðinu berist liðsauki. Fólk hefur líka fengið vopn hjá
bændum. Margir eru nú vopnaðir og þjóðvarðliðið fámennt. . .
Við skriðum að dyraborunni. Par var lítill laus stigi, mjórri en þeir
sem notaðir eru við aldinuppskeru, og lá niður í fjósbásinn. Við gengum
546