Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 52
Carlos Malheiro Dias
Hin sigraða kona
Greifinn af Saint-Chamas, foringi varðsveitanna í herráði Soults mar-
skálks, greifinn af Choiseul-Beaufré, aðstoðarliðþjálfi Franceschis hers-
höfðingja og markgreifinn af Brossard, hægri hönd Foys hershöfðingja
höfðu nýlokið við að snæða hádegisverð í afgirtum garðskækli í Miraga-
ia, þar sem allur elsti hluti borgarinnar blasti við augum, allt frá
freyðandi víkurboganum að útskotum og múrum nunnuklaustursins af
reglu Heilagrar Klöru. Þarna sáust húskumbaldar, flísalagðir í skraut-
legum márastíl, hinir gildu dómkirkjuturnar og rúðurnar í járnsmíðis-
gluggum biskupsstólsins.
Dagsbirtan fór þverrandi áþekkt því að himinhvolfið hefði safnað og
síðan fellt niður léttar dökkar slæður. A hjúpuðu vesturloftinu langt í
fjarska hillti enn undir einmanalega logablossa kvöldeldanna. Þungur
þokubólstri líkur gráu eldglæringaskýi valt yfir hafið og gleypti skipa-
sveit breska umsátursflotans. Hluti af riddarasveit Franceschis hershöfð-
ingja tafðist ásamt tveimur stórskotaliðssveitum í rökkvaðri borginni, og
þaðan barst dillandi bumbusláttur og málmlúðragjall sem kallaði liðið til
bráðabirgðaherbúða. Þorri liðsins á hægri árbakka Dueros átti að leggja
upp með kvöldinu til Amarante, en þaðan vonaði marskálkurinn að
hann gæti komist til Zamora og sameinast franska hernum. Smátt og
smátt kviknuðu varðeldar í ensku herbúðunum á hæðunum hjá Vila
Nova. Fljótið var mjótt þarna og það sást hvernig kvöldblærinn breiddi
út hina fjólubláu gunnfána Englands á stöngum á klausturveggjum og
virkisgörðum.
Mánaðarhvíld var lokið í hinni sigruðu borg og orrustan átti að hefjast
á nýjum örvæntingarfullum flótta og hættulegum könnunarleiðöngrum
baksveita gegnum fjandsamleg héruð og herskáar borgir lands sem var í
allsherjar uppreisn.
Saint-Chamans reis á fætur, greip sverðið og gekk að flísalagða
brjóstriðinu og hóf hægt gullsaumaðan arminn í boga yfir hafþokuna og
rauðleitu varðeldana í Vila Nova.
522