Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 52
Carlos Malheiro Dias Hin sigraða kona Greifinn af Saint-Chamas, foringi varðsveitanna í herráði Soults mar- skálks, greifinn af Choiseul-Beaufré, aðstoðarliðþjálfi Franceschis hers- höfðingja og markgreifinn af Brossard, hægri hönd Foys hershöfðingja höfðu nýlokið við að snæða hádegisverð í afgirtum garðskækli í Miraga- ia, þar sem allur elsti hluti borgarinnar blasti við augum, allt frá freyðandi víkurboganum að útskotum og múrum nunnuklaustursins af reglu Heilagrar Klöru. Þarna sáust húskumbaldar, flísalagðir í skraut- legum márastíl, hinir gildu dómkirkjuturnar og rúðurnar í járnsmíðis- gluggum biskupsstólsins. Dagsbirtan fór þverrandi áþekkt því að himinhvolfið hefði safnað og síðan fellt niður léttar dökkar slæður. A hjúpuðu vesturloftinu langt í fjarska hillti enn undir einmanalega logablossa kvöldeldanna. Þungur þokubólstri líkur gráu eldglæringaskýi valt yfir hafið og gleypti skipa- sveit breska umsátursflotans. Hluti af riddarasveit Franceschis hershöfð- ingja tafðist ásamt tveimur stórskotaliðssveitum í rökkvaðri borginni, og þaðan barst dillandi bumbusláttur og málmlúðragjall sem kallaði liðið til bráðabirgðaherbúða. Þorri liðsins á hægri árbakka Dueros átti að leggja upp með kvöldinu til Amarante, en þaðan vonaði marskálkurinn að hann gæti komist til Zamora og sameinast franska hernum. Smátt og smátt kviknuðu varðeldar í ensku herbúðunum á hæðunum hjá Vila Nova. Fljótið var mjótt þarna og það sást hvernig kvöldblærinn breiddi út hina fjólubláu gunnfána Englands á stöngum á klausturveggjum og virkisgörðum. Mánaðarhvíld var lokið í hinni sigruðu borg og orrustan átti að hefjast á nýjum örvæntingarfullum flótta og hættulegum könnunarleiðöngrum baksveita gegnum fjandsamleg héruð og herskáar borgir lands sem var í allsherjar uppreisn. Saint-Chamans reis á fætur, greip sverðið og gekk að flísalagða brjóstriðinu og hóf hægt gullsaumaðan arminn í boga yfir hafþokuna og rauðleitu varðeldana í Vila Nova. 522
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.